Palestína

Fréttamynd

169 börn sem fæddust eftir 7. októ­ber á lista yfir látnu

Heilbrigðisráðuneyti Gasa hefur gefið út skjal þar sem borin eru kennsl á 34.344 einstaklinga sem hafa látist í árásum Ísraelsmanna. Um er að ræða 80 prósent þeirra sem sagðir eru hafa fallið frá því að átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð mót­mæla brott­vísun Yazan

Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 

Innlent
Fréttamynd

Lofar að svara á­rásum Húta af hörku

Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi fyrir­tækja á skiltum mót­mælenda

Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Um 400 fyrir­tæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu

Hundruð fyrirtækja hafa síðustu mánuði hætt að nota greiðslumiðlun Rapyd vegna þrýstings frá Sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu. Þá hefur innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega á milli ára. Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í dag. Gangan er farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Á­kæra leið­toga Hamas vegna á­rásanna 7. októ­ber

Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gær ákærur á hendur Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, og annarra leiðtoga samtakanna. Er það vegna árásanna á Ísrael þann 7. október í fyrra en ákærurnar snúast meðal annars að morðum, mannránum og hryðjuverkastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Bað ísraelsku þjóðina af­sökunar

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Ben Gurion lokað og ýmis starf­semi lömuð

Boðað hefur verið til umfangsmikilla verkfallsaðgerða í Ísrael í dag til að knýja fram vopnahlé við Hamas. Aðgerðir Histadrut, stærsta verkalýðsfélags Ísrael, hófust snemma í morgun og munu hafa víðtæk áhrif.

Erlent
Fréttamynd

„Gríðar­lega krefjandi“ verk­efni við hræði­legar að­stæður

Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Sex gíslar fundust látnir

Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah.

Erlent
Fréttamynd

Í­trekaði mikil­vægi sam­komu­lags um vopna­hlé við Netanja­hú

Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar.

Erlent
Fréttamynd

Feður sameinuðustu gegn þjóðarmorði á samstöðufundi

Feður, kennarar, rithöfundar og aðrar starfsstéttir sameinuðust í gær í samstöðugöngu á vegum Félagsins Ísland Palestínu gegn þjóðarmorði, stríðsglæpum, barnamorðum, eyðileggingu og ofbeldi Ísraelshers. Um 1.200 gengu saman frá Hallgrímskirkju að Austurvelli samkvæmt tilkynningu félagsins. Krafa þeirra sem gengu var sú að íslensk stjórnvöld setji á viðskiptaþvinganir og slíti tafarlaust stjórnmálasambandi við Ísrael.

Innlent