Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. Lífið 6.10.2025 10:30
Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Innlent 5.10.2025 13:33
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Skoðun 5.10.2025 08:00
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. Lífið 12. september 2025 11:17
Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni. Tónlist 11. september 2025 13:28
Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. Lífið 9. september 2025 20:02
Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku Íslands í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það er þó gert með fyrirvara um niðurstöðu yfirstandandi samráðsferils innan EBU, vegna þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni. Lífið 9. september 2025 09:00
Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni. Lífið 8. september 2025 13:38
Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Slóvenía hefur ákveðið að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttakenda. Slóvenar hafa gagnrýnt þátttöku Ísraela mánuðum saman og segja núna gríðarlega ólíklegt þeir verði með á næsta ári. Lífið 7. september 2025 15:03
Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, mun fara fram í austurrísku höfuðborginni Vín í maí á næsta ári. Lífið 20. ágúst 2025 07:17
Breyta merki Eurovision Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. Tíska og hönnun 18. ágúst 2025 11:28
Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Eiríkur Hauksson, tónlistarmaður og fyrsti Eurovision-fari Íslands, segist hafa fundið botninn rétt eftir síðustu aldamót þegar hann var tekinn ölvaður undir stýri, greindist með krabbamein og yfirgaf fjölskyldu sína allt á sama árinu. Lífið 11. ágúst 2025 08:30
Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Innlent 4. júlí 2025 14:59
Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. Innlent 1. júlí 2025 13:01
Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. Innlent 1. júlí 2025 08:06
Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Þegar Evrópusamband útvarpsstöðva (EBU) kemur saman í London dagana 3.–4. júlí stendur stjórn þess frammi fyrir afdrifaríkri ákvörðun: Ætti ríki sem situr undir trúverðugum ásökunum um stríðsglæpi að fá að vera áfram þátttakandi á menningarhátíð Evrópu? Skoðun 1. júlí 2025 08:01
Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Svíinn Martin Österdahl er hættur sem framkvæmdastjóri Eurovision-söngvakeppninnar eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Lífið 27. júní 2025 11:42
Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Lífið 26. júní 2025 23:34
Eitt lag með eiginmanninum varð að vínylplötu Hún elskar kántrí, elskar allt bling og heldur dansiball fyrir öll þau sem langar að vera með. Sindri fór í morgunkaffi til júróstjörnunnar Regínu Óskar, sem á fallegt og kántrílegt heimili í Kópavogi. Lífið 22. júní 2025 07:01
Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Bræðurnir í hljómsveitinni Væb hafa tilkynnt um tónleikaferðalag um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Tónleikaferðin hefst í Þrándheimi í Noregi 20. febrúar 2026. Lífið 19. júní 2025 11:43
Felix kveður Eurovision með tárum Felix Bergsson sat sinn síðasta fund hjá framkvæmdastjórn Eurovision-söngvakeppninnar á mánudaginn. Hann var leystur út með góðri gjöf. Lífið 18. júní 2025 14:11
Ísland í neðsta og næstneðsta sæti hjá Ísraelum Framlag Íslands hlaut fæst atkvæði í símakosningu Ísraela á úrslitakvöldi Eurovision í maí. Þá setti ísraelska dómnefndin VÆB-bræður í næstneðsta sæti. Lífið 9. júní 2025 18:07
„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni. Lífið 23. maí 2025 10:53
Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. Lífið 22. maí 2025 12:58