Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2025 13:59 Martin Green tók við sem framkvæmdastjóri Eurovision í fyrra. James Stack/BBC Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða ákvörðun Íslands og hinna ríkjanna fjögurra sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári. Í bréfi til aðdáenda beinir hann orðum sínum meðal annars sérstaklega til íslenskra aðdáenda. Þá heitir hann því persónulega að tryggt verði að allar þátttökuþjóðir fylgi reglum keppninnar. Í bréfinu sem birtist á vef Eurovision segir Martin Green framkvæmdastjóri að hann geri sér grein fyrir því að margir aðdáendur keppninnar séu hryggir á þessum tímamótum. „Ég er það svo sannarlega, sem er ástæða þess að ég vildi skrifa ykkur beint,“ skrifar framkvæmdastjórinn. Ísland tilkynnti í gær að það myndi ekki taka þátt og bætist þar með í hóp Hollendinga, Spánverja, Slóvena og Íra en ástæðan er þátttaka Ísraels, hernaður þeirra á Gasa og afskipti af keppninni í fyrra. Hlustar og er ekki sama Green segist í bréfi sínu vita að aðdáendur keppninnar hafi sterkar skoðanir á atburðum í Miðausturlöndum, enginn geti látið atburði þar ekki á sig fá. Aðdáendur hafi haft samband við skipuleggjendur keppninnar vegna þessa og gagnrýnt þögn þeirra. „Ég vil segja að við heyrum í ykkur. Við skiljum hvers vegna ykkur er svona mikið niðri fyrir og okkur er ekki sama.“ Hann rifjar upp að Eurovision hafi orðið til fyrir sjötíu árum í sundraðri Evrópu eftir seinna stríð. Keppnin hafi verið tákn einingar, friðar og vonar í gegnum tónlist. Grunnurinn hafi ekki breyst og tilgangur keppninnar sé enn hinn sami. Keppnin hafi lifað og dafnað þrátt fyrir stríð, pólitísk umbrot og breytt landamæri. Hún hafi verið staður þar sem fólk frá öllum heimshornum geti komið saman til að fagna sköpunargleði og tengslum þrátt fyrir en líka vegna heimsins í kring. Hann segist vita sem er að margir aðdáendur vilji að skipuleggjendur taki afdráttarlausa afstöðu til landfræðilegra og pólitískra viðburða. Eina leiðin fyrir skipuleggjendur til að tryggja að Eurovision haldi áfram að sameina fólk sé með því að fylgja reglum keppninnar. Muni ekki líða reglubrot „Þegar við horfum til næsta árs munum við tryggja að allar þátttökusjónvarpsstöðvar virði reglur keppninnar og ef þær gera það ekki, þá hafið þið persónulegt loforð frá mér um að við munum ekki líða það og munum vekja athygli á því.“ Eurovision sé einstakur vettvangur í sundruðum heimi fyrir milljónir fólks sem geti fagnað því sem tengi þau saman. Það sé vettvangur þar sem tónlistin sé í aðalhlutverki, sem tekur öllum opnum örmum sama hver viðkomandi sé, hvar hann sé eða hvaða skoðanir hann hafi á heiminum. „Ég vil sérstaklega segja við aðdáendur á Írlandi, Spáni, Íslandi, Slóveníu og í Hollandi að sjónvarpsstöðvar ykkar, eins og allir meðlimir okkar, tóku ákvörðun sem var rétt fyrir þær og lögðu sitt af mörkum til umræðunnar með mikilli reisn. Við öll hér virðum afstöðu þeirra og ákvörðun. Við munum halda áfram að vinna með þeim sem vinir og samstarfsfélagar í von um að þau snúi aftur í keppnina fljótlega.“ Þá segir Green að listamenn, sendinefndir og aðdáendur séu hjarta keppninnar. Skipuleggjendur geri sér grein fyrir því hve mikil ást sé borin til viðburðarins og hve margir byggi líf sitt á ástríðu sinni fyrir Eurovision. „Við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur svo að Eurovision haldi áfram að vera staður þar sem vinátta er mynduð, fólk lærir tungumál og nýjar tónlistarstefnur, uppgötvar nýja listamenn, í önnur sjötíu ár og lengur.“ Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Í bréfinu sem birtist á vef Eurovision segir Martin Green framkvæmdastjóri að hann geri sér grein fyrir því að margir aðdáendur keppninnar séu hryggir á þessum tímamótum. „Ég er það svo sannarlega, sem er ástæða þess að ég vildi skrifa ykkur beint,“ skrifar framkvæmdastjórinn. Ísland tilkynnti í gær að það myndi ekki taka þátt og bætist þar með í hóp Hollendinga, Spánverja, Slóvena og Íra en ástæðan er þátttaka Ísraels, hernaður þeirra á Gasa og afskipti af keppninni í fyrra. Hlustar og er ekki sama Green segist í bréfi sínu vita að aðdáendur keppninnar hafi sterkar skoðanir á atburðum í Miðausturlöndum, enginn geti látið atburði þar ekki á sig fá. Aðdáendur hafi haft samband við skipuleggjendur keppninnar vegna þessa og gagnrýnt þögn þeirra. „Ég vil segja að við heyrum í ykkur. Við skiljum hvers vegna ykkur er svona mikið niðri fyrir og okkur er ekki sama.“ Hann rifjar upp að Eurovision hafi orðið til fyrir sjötíu árum í sundraðri Evrópu eftir seinna stríð. Keppnin hafi verið tákn einingar, friðar og vonar í gegnum tónlist. Grunnurinn hafi ekki breyst og tilgangur keppninnar sé enn hinn sami. Keppnin hafi lifað og dafnað þrátt fyrir stríð, pólitísk umbrot og breytt landamæri. Hún hafi verið staður þar sem fólk frá öllum heimshornum geti komið saman til að fagna sköpunargleði og tengslum þrátt fyrir en líka vegna heimsins í kring. Hann segist vita sem er að margir aðdáendur vilji að skipuleggjendur taki afdráttarlausa afstöðu til landfræðilegra og pólitískra viðburða. Eina leiðin fyrir skipuleggjendur til að tryggja að Eurovision haldi áfram að sameina fólk sé með því að fylgja reglum keppninnar. Muni ekki líða reglubrot „Þegar við horfum til næsta árs munum við tryggja að allar þátttökusjónvarpsstöðvar virði reglur keppninnar og ef þær gera það ekki, þá hafið þið persónulegt loforð frá mér um að við munum ekki líða það og munum vekja athygli á því.“ Eurovision sé einstakur vettvangur í sundruðum heimi fyrir milljónir fólks sem geti fagnað því sem tengi þau saman. Það sé vettvangur þar sem tónlistin sé í aðalhlutverki, sem tekur öllum opnum örmum sama hver viðkomandi sé, hvar hann sé eða hvaða skoðanir hann hafi á heiminum. „Ég vil sérstaklega segja við aðdáendur á Írlandi, Spáni, Íslandi, Slóveníu og í Hollandi að sjónvarpsstöðvar ykkar, eins og allir meðlimir okkar, tóku ákvörðun sem var rétt fyrir þær og lögðu sitt af mörkum til umræðunnar með mikilli reisn. Við öll hér virðum afstöðu þeirra og ákvörðun. Við munum halda áfram að vinna með þeim sem vinir og samstarfsfélagar í von um að þau snúi aftur í keppnina fljótlega.“ Þá segir Green að listamenn, sendinefndir og aðdáendur séu hjarta keppninnar. Skipuleggjendur geri sér grein fyrir því hve mikil ást sé borin til viðburðarins og hve margir byggi líf sitt á ástríðu sinni fyrir Eurovision. „Við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur svo að Eurovision haldi áfram að vera staður þar sem vinátta er mynduð, fólk lærir tungumál og nýjar tónlistarstefnur, uppgötvar nýja listamenn, í önnur sjötíu ár og lengur.“
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira