Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 15:03 Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Tjáningarfrelsi Donald Trump Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun