Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 07:01 Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar