Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2025 17:30 Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar