Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:31 Grindavíkurnefnd óskaði á dögunum eftir sjónarmiðum Grindvíkinga sem snéru að sérstöku umræðuskjali nefndarinnar um eftirfarandi þætti: Hvernig tryggja megi að rödd Grindvíkinga hafi raunverulegt vægi. Útfærslu á kosningarétti í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Hvernig best megi koma á skilvirkri samvinnu ríkis og sveitarfélags. Hvort leita eigi ráðgjafar hjá Alþjóðabankanum eða öðrum alþjóðlegum aðilum. Opið var fyrir umsagnir í samráðsgátt www.island.is til 31. október og var markmiðið var að kalla fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um þessa lykilþætti í uppbyggingu og framtíðarsýn bæjarins. Endurreisn Grindavíkur er langtímaferli sem byggir á þátttöku íbúa, bæjarfélagsins, ríkisvalds og sérfræðinga. Þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar er tímabært að horfa fram á við og móta sameiginlega sýn um framtíð bæjarins. Ég fagna því að íbúar hafi fengið að segja sína skoðun og geri ráð fyrir að horft verði til þeirra sjónarmiða sem þar komu fram þegar næstu skref verða ákveðin. Í umræðuskjalinu eru meðal annars ræddar leiðir til að tryggja lýðræðislegt umboð bæjarins í sveitarstjórnarkosningunum 2026 og hvernig kosningaréttur Grindvíkinga verði best útfærður. Jafnframt er leitað eftir viðhorfum til samvinnu ríkis og sveitarfélags í endurreisnarferlinu, sem og aðkomu alþjóðlegra aðila að ráðgjöf og stuðningi. Til grundvallar umræðunni voru lagðar fram fjórar spurningar eins og áður var nefnt sem snéru að kosningarétti, samstarfi ríkis og sveitarfélags og mögulega aðkomu alþjóðlegra stofnana að endurreisninni. Alls bárust 34 umsagnir, bæði frá einstaklingum og samtökum eins og Samtökum atvinnulífsins og Járngerði. Flestar leggja þær áherslu á að bæjarstjórn eigi að vera í forystu og að þeir sem höfðu lögheimili í Grindavík við rýmingu eigi að geta valið hvar þeir kjósa. Almennt séð finnst umsagnaraðilum jákvætt að fá alþjóðlega ráðgjöf, en þó er lögð áhersla á að stjórn og ábyrgð á endurreisninni skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda og heimamanna. Rýnum betur í umsagnirnar. 1. Hvernig tryggja má að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi vægi? Langflestir umsagnaraðilar leggja áherslu á að bæjarstjórnin sé í forystu en jafnframt kalla margir eftir víðtæku samráði við hagaðila. Ríkjandi skoðun er sú að bæjarstjórn Grindavíkur eigi að vera í fararbroddi ákvarðanatöku og helsti tengiliður við ríkisstjórn. Þetta er talin besta leiðin til að tryggja að rödd Grindvíkinga heyrist. Mikilvægt er að tryggja virkt samráð við alla hagaðila, svo sem samtök atvinnurekenda, íbúasamtök (t.d. Járngerði) og félagasamtök. Fulltrúar þeirra þurfa að eiga fastan sess við borðið. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á að rödd atvinnulífsins verði að hafa raunverulegt vægi. Sumir leggja til að stofnuð verði íbúaráðgjafarnefnd eða að starfandi verði nefnd svipuð Grindavíkurnefndinni, en með fulltrúum Grindvíkinga til að tryggja að sjónarmiðin séu tekin inn með bindandi hætti. Ríki og sveitarfélag þurfa að hlusta á og taka mark á heimafólki. Einnig er nefnt að gögn og upplýsingar verði kynntar á mannamáli til að íbúar geti skilið samhengið. 2. Hvernig útfæra á kosningarétt Grindvíkinga? Yfirgnæfandi meirihluti er sammála um að kjósendur verði miðaðir við lögheimili við rýmingu (10. nóvember 2023), oftast með valrétti. 10. nóvember 2023 er lykildagsetning. Mikill meirihluti telur réttast að þeir sem voru skráðir með lögheimili þann dag fái að velja hvort þeir nýti atkvæðisrétt sinn í Grindavík eða í nýju búsetusveitarfélagi.Helstu rök fyrir þessari leið eru að hún tryggi áhrif þeirra sem hafa hug á að snúa aftur til Grindavíkur, en urðu að flytja lögheimili sitt tímabundið vegna aðstæðna, t.d. vegna skólaþjónustu barna. Með því að veita þeim val sem áttu lögheimili við rýmingu er tryggt að fjölbreyttari hópur taka þátt í kosningunum og niðurstaðan endurspegli betur framtíðarsamfélag Grindavíkur. 3. Skilvirk samvinna milli sveitarfélags og ríkis? Áherslurnar dreifast á skýra verkaskiptingu/áætlanir og brýna lausn fasteignamála svo íbúar komi aftur (tengt Þórkötlu). Samvinnan verður að byggja á trausti, virðingu og stöðugu samtali. Komið verði á skýrri verkaskiptingu og samhæfingarkerfi eða áætlun um endurreisn. Sumir telja að “samhæfingarstöð endurreisnar” eigi að vera á bæjarskrifstofu Grindavíkur, í höndum bæjarstjórnar. Brýnasta úrlausnarefnið varðandi endurreisnina er endurkoma íbúa. Fasteignafélagið Þórkatla og ríkisstjórnin verða að eiga samtal við bæjarstjórn og íbúa um endurkaup fasteigna og tryggja fyrirsjáanleika. Einnig er lagt til að setja upp nefnd (t.d. Grindavíkurnefnd) sem væri sett undir forsætisráðuneytið og hefði skýrt umboð til að tryggja bæjarstjórn skjóta afgreiðslu mála. 4. Aðkoma Alþjóðabankans eða annarra alþjóðlegra aðila? Afstaðan er eindregið jákvæð gagnvart ráðgjöf, en með sterkum fyrirvara um beina stjórnun og ákvörðunarvald. Nánast allir umsagnaraðilar telja það jákvætt að fá Alþjóðabankann eða aðra alþjóðlega aðila að borðinu til að veita ráðgjöf. Þetta er rökstutt með vísan til þess að slíkir aðilar hafa mikla reynslu og þekkingu af endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir. Ávinningurinn gæti falist í hraðari uppbyggingu, faglegri greiningu og auknu trausti.Það er þó lykilatriði að erlendir aðilar starfi sem ráðgjafar og samstarfsaðilar, en fari ekki með stjórn eða ákvörðunarvaldið. Stjórnin verður að vera í höndum Grindvíkinga og íslenskra stjórnvalda. Væntingar eru þær að ráðgjöfin styðji við, en ráði ekki ferðinni, og að hún sé aðlöguð íslenskum aðstæðum. Einn aðili bendir á að hætta sé á að aðstoð Alþjóðabankans komi með skilyrðum eða auki skuldsetningu. Niðurstaða umsagnanna er sú að rödd Grindvíkinga á að heyrast best með forystu bæjarstjórnar og virku samráði við hagaðila. Nánast einróma vilji er fyrir því að heimila öllum sem voru lögheimilisskráðir 10. nóvember 2023 að kjósa í Grindavík ef þeir kjósa svo. Skilvirk samvinna krefst trausts, skýrrar stjórnunar og að lausn fasteignamála (endurkoma íbúa í gegnum Þórkötlu) sé í forgangi. Aðkoma Alþjóðabankans er vel þegin, en eingöngu sem ráðgjafi. Lykillinn að framtíðinni felst í því að tryggja endurkomu samfélagsins (að leysa fasteignamál) og að þeir sem eiga rætur í bænum ráði þeirri framtíð með atkvæði sínu. Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Grindavíkurnefnd óskaði á dögunum eftir sjónarmiðum Grindvíkinga sem snéru að sérstöku umræðuskjali nefndarinnar um eftirfarandi þætti: Hvernig tryggja megi að rödd Grindvíkinga hafi raunverulegt vægi. Útfærslu á kosningarétti í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Hvernig best megi koma á skilvirkri samvinnu ríkis og sveitarfélags. Hvort leita eigi ráðgjafar hjá Alþjóðabankanum eða öðrum alþjóðlegum aðilum. Opið var fyrir umsagnir í samráðsgátt www.island.is til 31. október og var markmiðið var að kalla fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um þessa lykilþætti í uppbyggingu og framtíðarsýn bæjarins. Endurreisn Grindavíkur er langtímaferli sem byggir á þátttöku íbúa, bæjarfélagsins, ríkisvalds og sérfræðinga. Þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar er tímabært að horfa fram á við og móta sameiginlega sýn um framtíð bæjarins. Ég fagna því að íbúar hafi fengið að segja sína skoðun og geri ráð fyrir að horft verði til þeirra sjónarmiða sem þar komu fram þegar næstu skref verða ákveðin. Í umræðuskjalinu eru meðal annars ræddar leiðir til að tryggja lýðræðislegt umboð bæjarins í sveitarstjórnarkosningunum 2026 og hvernig kosningaréttur Grindvíkinga verði best útfærður. Jafnframt er leitað eftir viðhorfum til samvinnu ríkis og sveitarfélags í endurreisnarferlinu, sem og aðkomu alþjóðlegra aðila að ráðgjöf og stuðningi. Til grundvallar umræðunni voru lagðar fram fjórar spurningar eins og áður var nefnt sem snéru að kosningarétti, samstarfi ríkis og sveitarfélags og mögulega aðkomu alþjóðlegra stofnana að endurreisninni. Alls bárust 34 umsagnir, bæði frá einstaklingum og samtökum eins og Samtökum atvinnulífsins og Járngerði. Flestar leggja þær áherslu á að bæjarstjórn eigi að vera í forystu og að þeir sem höfðu lögheimili í Grindavík við rýmingu eigi að geta valið hvar þeir kjósa. Almennt séð finnst umsagnaraðilum jákvætt að fá alþjóðlega ráðgjöf, en þó er lögð áhersla á að stjórn og ábyrgð á endurreisninni skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda og heimamanna. Rýnum betur í umsagnirnar. 1. Hvernig tryggja má að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi vægi? Langflestir umsagnaraðilar leggja áherslu á að bæjarstjórnin sé í forystu en jafnframt kalla margir eftir víðtæku samráði við hagaðila. Ríkjandi skoðun er sú að bæjarstjórn Grindavíkur eigi að vera í fararbroddi ákvarðanatöku og helsti tengiliður við ríkisstjórn. Þetta er talin besta leiðin til að tryggja að rödd Grindvíkinga heyrist. Mikilvægt er að tryggja virkt samráð við alla hagaðila, svo sem samtök atvinnurekenda, íbúasamtök (t.d. Járngerði) og félagasamtök. Fulltrúar þeirra þurfa að eiga fastan sess við borðið. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á að rödd atvinnulífsins verði að hafa raunverulegt vægi. Sumir leggja til að stofnuð verði íbúaráðgjafarnefnd eða að starfandi verði nefnd svipuð Grindavíkurnefndinni, en með fulltrúum Grindvíkinga til að tryggja að sjónarmiðin séu tekin inn með bindandi hætti. Ríki og sveitarfélag þurfa að hlusta á og taka mark á heimafólki. Einnig er nefnt að gögn og upplýsingar verði kynntar á mannamáli til að íbúar geti skilið samhengið. 2. Hvernig útfæra á kosningarétt Grindvíkinga? Yfirgnæfandi meirihluti er sammála um að kjósendur verði miðaðir við lögheimili við rýmingu (10. nóvember 2023), oftast með valrétti. 10. nóvember 2023 er lykildagsetning. Mikill meirihluti telur réttast að þeir sem voru skráðir með lögheimili þann dag fái að velja hvort þeir nýti atkvæðisrétt sinn í Grindavík eða í nýju búsetusveitarfélagi.Helstu rök fyrir þessari leið eru að hún tryggi áhrif þeirra sem hafa hug á að snúa aftur til Grindavíkur, en urðu að flytja lögheimili sitt tímabundið vegna aðstæðna, t.d. vegna skólaþjónustu barna. Með því að veita þeim val sem áttu lögheimili við rýmingu er tryggt að fjölbreyttari hópur taka þátt í kosningunum og niðurstaðan endurspegli betur framtíðarsamfélag Grindavíkur. 3. Skilvirk samvinna milli sveitarfélags og ríkis? Áherslurnar dreifast á skýra verkaskiptingu/áætlanir og brýna lausn fasteignamála svo íbúar komi aftur (tengt Þórkötlu). Samvinnan verður að byggja á trausti, virðingu og stöðugu samtali. Komið verði á skýrri verkaskiptingu og samhæfingarkerfi eða áætlun um endurreisn. Sumir telja að “samhæfingarstöð endurreisnar” eigi að vera á bæjarskrifstofu Grindavíkur, í höndum bæjarstjórnar. Brýnasta úrlausnarefnið varðandi endurreisnina er endurkoma íbúa. Fasteignafélagið Þórkatla og ríkisstjórnin verða að eiga samtal við bæjarstjórn og íbúa um endurkaup fasteigna og tryggja fyrirsjáanleika. Einnig er lagt til að setja upp nefnd (t.d. Grindavíkurnefnd) sem væri sett undir forsætisráðuneytið og hefði skýrt umboð til að tryggja bæjarstjórn skjóta afgreiðslu mála. 4. Aðkoma Alþjóðabankans eða annarra alþjóðlegra aðila? Afstaðan er eindregið jákvæð gagnvart ráðgjöf, en með sterkum fyrirvara um beina stjórnun og ákvörðunarvald. Nánast allir umsagnaraðilar telja það jákvætt að fá Alþjóðabankann eða aðra alþjóðlega aðila að borðinu til að veita ráðgjöf. Þetta er rökstutt með vísan til þess að slíkir aðilar hafa mikla reynslu og þekkingu af endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir. Ávinningurinn gæti falist í hraðari uppbyggingu, faglegri greiningu og auknu trausti.Það er þó lykilatriði að erlendir aðilar starfi sem ráðgjafar og samstarfsaðilar, en fari ekki með stjórn eða ákvörðunarvaldið. Stjórnin verður að vera í höndum Grindvíkinga og íslenskra stjórnvalda. Væntingar eru þær að ráðgjöfin styðji við, en ráði ekki ferðinni, og að hún sé aðlöguð íslenskum aðstæðum. Einn aðili bendir á að hætta sé á að aðstoð Alþjóðabankans komi með skilyrðum eða auki skuldsetningu. Niðurstaða umsagnanna er sú að rödd Grindvíkinga á að heyrast best með forystu bæjarstjórnar og virku samráði við hagaðila. Nánast einróma vilji er fyrir því að heimila öllum sem voru lögheimilisskráðir 10. nóvember 2023 að kjósa í Grindavík ef þeir kjósa svo. Skilvirk samvinna krefst trausts, skýrrar stjórnunar og að lausn fasteignamála (endurkoma íbúa í gegnum Þórkötlu) sé í forgangi. Aðkoma Alþjóðabankans er vel þegin, en eingöngu sem ráðgjafi. Lykillinn að framtíðinni felst í því að tryggja endurkomu samfélagsins (að leysa fasteignamál) og að þeir sem eiga rætur í bænum ráði þeirri framtíð með atkvæði sínu. Höfundur er Grindvíkingur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar