Grindavík

Fréttamynd

Er verið að blekkja al­menning og sjó­menn?

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið.

Skoðun
Fréttamynd

Varnar­garðar hækkaðir við Grinda­vík

Varnargarðar norðan Grindavíkur verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla. Vinna við framkvæmdirnar eru hafnar og áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er um 80 til 120 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Jón biðst inni­legrar af­sökunar á um­ræðu um Grinda­vík

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingum blöskrar um­ræðan í Vikunni

Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfta­hrina við Krýsu­vík og Kleifar­vatn

Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Beeman gekk frá fyrrum fé­lögum

Abby Beeman átti stórleik í frumraun sinni fyrir Grindavík í Bónus deild kvenna og var stigahæst í 89-74 sigri á útivelli gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Hamar/Þór.

Körfubolti
Fréttamynd

Bjóða Grind­víkingum á seiglunámskeið

Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga.

Innlent
Fréttamynd

Hnetukjúklingurinn hennar Höllu

Halla María Sveindsdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskift að Hnetukjúkling með pikkluðum rauðlauk og rauðkálssalati, sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Lífið
Fréttamynd

Grindavíkurgersemin Birna Óla­dóttir fallin frá

Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari.

Innlent
Fréttamynd

Nú­verandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn

Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með gosi í lok mánaðar

Mælingar sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarið. Niðurstöður líkanreikninga áætla að um átta til níu milljónir rúmmetra kviku hafi safnast frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um tólf milljónir rúmmetra. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er en hættumat er óbreytt enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var vissu­lega ekki í starfslýsingunni“

Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. 

Innlent
Fréttamynd

Fannar bæjar­stjóri kveður Grinda­vík

Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum.

Innlent
Fréttamynd

Virki­lega sláandi lífs­reynsla að koma til Grinda­víkur

„Ég er fyrst og fremst ótrúlega stolt af myndinni – og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri; að leika þessa flóknu konu sem fær þennan stóra boga. Það er ekki á hverjum degi á Íslandi sem það kemur út kvikmynd sem er þroskasaga einnar konu, skrifuð af konu og leikstýrt af konu,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem fer með burðarhlutverkið í íslensku stórmyndinni Eldarnir sem frumsýnd verður þann 11. september næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitar­fé­lagi

Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti fannst í byggð

Jarðskjálfti fannst í byggð klukkan 12:46. Hann mældist 3,1 að stærð og átti upptök sín við Seltún í Krýsuvík.

Innlent
Fréttamynd

Grinda­vík fær nafna í smástirna­beltinu

Samband stjarnfræðinga sem heldur utan um örnefni í sólkerfinu hefur gefið hnullungi í smástirnabeltinu á millis Mars og Júpíters nafnið Grindavík. Smástirnið er annað fyrirbærið í sólkerfinu, utan jarðarinnar, sem er kennt við bæinn á Reykjanesi.

Erlent
Fréttamynd

Upp­sagnir sjó­manna í Grinda­vík: „Hve­nær er nóg, nóg?“

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Sjó­mönnum sagt upp: Skipu­lags­breytingar vegna veiðigjalda

Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grinda­vík má enn bíða

Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var.

Skoðun