Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar 6. nóvember 2025 15:01 Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar