Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar 6. nóvember 2025 15:01 Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður. Málið hverfur úr umræðunni, því hefur verið stungið undir stól eða sópað undir teppi. Ýmsir vona að málið sé úr sögunni. En svo er alls ekki. Dæmi um slíkt mál er rannsókn á starfsemi vistheimilisins Arnarholts á Kjalarnesi. Fjögur ár eru liðin frá því borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að ráðast í heildstæða athugun á starfseminni. Þar var vistað fólk sem þurfti stuðning samfélagsins, vegna fötlunar eða geðrænna vandamála, jafnvel fólk sem enginn vissi hvar ætti að vera. Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis. Engu að síður eru til heimildir frá starfsfólki sem lýsti aðstæðum sem enginn ætti að þurfa að lifa við. Fólk var lokað inni í klefa, stundum daglangt en líka yfir lengra tímabil, jafnvel vikum saman, og þurfti að gera þarfir sínar í fötu. Hluti vistmanna var látinn hírast í gripahúsi. Lýsingar eru til um vistfólk sem var vanrækt, svangt og óhreint. Læknisþjónusta var afar takmörkuð og mannréttindi fótum troðin. Dæmi eru um fólk sem fannst látið eftir meinta vítaverða vanrækslu. Borgaryfirvöld hafa áður heitið því að skoða Arnarholt ofan í kjölinn. Þegar ásakanir um illa meðferð komu upp árið 1970, skipaði Reykjavíkurborg þriggja manna nefnd til að rannsaka starfsemina. Allir nefndarmenn voru læknar og sátu jafnframt í heilbrigðismálaráði borgarinnar, því sama ráði og bar ábyrgð á rekstri „hælisins” eins og það var jafnan nefnt á þeim tíma. Eftir 24 vitnaleiðslur skilaði nefndin áliti í apríl 1971. Niðurstaðan var sú að „ásakanir væru ekki á rökum reistar“. Sú niðurstaða var harðlega gagnrýnd. Steinunn heitin Finnbogadóttir, borgarfulltrúi og ljósmóðir, sem hafði fyrst vakið máls á aðstæðum, benti á að nefndin hefði hvorki verið óháð né trúverðug, því hún hefði í raun rannsakað eigin starfsemi. Rannsóknin var augljóslega gerð til að friða umræðuna, ekki til að finna sannleikann. Rúmlega hálfri öld eftir „hvítþvott” læknanna blasir sama mynstur við. Enn er verið að bíða eftir niðurstöðum „heildrænnar athugunar“ sem samþykkt var árið 2021. Engin skýrsla hefur birst, engin opinber ábyrgð hefur verið tekin. Það sem gerðist á Arnarholti er hluti af sögunni um það hvernig við fórum með fólk sem ekki átti sér rödd. Stundum er þögnin eftirsóknarverð en í þessu tilviki meiðir hún. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun