Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar