Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar