Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar 8. nóvember 2025 08:02 Í dag er alþjóðlegur samstöðudagur intersex fólks og af því tilefni ber að fagna nýrri stefnu Evrópuráðsins í málefnum intersex fólks. Í stefnunni er kveðið á um mikilvæg atriði til að tryggja hópnum sjálfsögð mannréttindi. Ef við stiklum á stóru þá skiptist stefnan í sex meginþætti. Bann við óþörfum læknis- og skurðaðgerðum á börnum. Ný stefna ráðsins leggur áherslu á að intersex börn skuli ekki gangast undir leiðréttandi aðgerðir eða hormónameðferðir nema þau sjálf geti samþykkt þær.Það er þegar þau eru orðin nógu fullorðin til að taka upplýsta ákvörðun. Rétturinn til sjálfsákvörðunar um kyn ætti að vera sjálfsagður en einstaklingar eiga að hafa rétt til að skrá sitt kyn eða breyta því án læknisfræðilegra skilyrða. Í stefnunni má einnig finna veigamikil atriði til að bæta heilbrigðisþjónustu, auka stuðning og tryggja ráðgjöf til aðstandenda intersex barna. Stefnan kallar eftir fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldna, svo fólk fái stuðning í staðinn fyrir þrýsting frá heilbrigðiskerfinu á ónauðsynlegar aðgerðir. Vernd gegn mismunun.Stefnan leggur til að intersex fólk verði sjálfstætt viðurkennt í lögum sem hópur sem á rétt á vernd gegn mismunun í samfélaginu öllu, með áherslu á vinnustaði og skóla. Upplýst samþykki og gagnsæi þar sem einstaklingar eiga rétt á að sjá og vita allt sem hefur verið gert við líkama þeirra, fá aðgang að sjúkraskrám aftur í tímann, fá stuðning við úrvinnslu þeirra og viðeigandi aðstoð. Við lestur þessara áhersluatriða í nýrri stefnu í málefnum intersex fólks þá hugsar þú líklega, lesandi góður, þetta er allt sjálfsagt og um er að ræða réttindi sem við öll eigum að njóta. Það er skiljanlegt að hugsa svo. Þau sem eru ekki intersex eiga erfitt með að ímynda sér þann veruleika sem intersex fólks býr í; að vera þvingað í aðgerðir á barnsaldri til að líkömum þeirra sé breytt, jafnvel í óþökk þeirra sjálfra og aðstandenda og að vera neitað um sjúkraskrár eða gögn um þeirra eigin líkama. Enn í dag býr sumt intersex fólk við mikla skömm vegna þessa og baráttan, þrátt fyrir að hún þokast áfram, er ekki eins sýnileg og hún þyrfti að vera og stuðningur heilbrigðisyfirvalda er ekki nægur. Árið 2021 tóku í gildi lög á Íslandi um bann við ónauðsynlegum og óafturkræfum skurðaðgerðum og við þessa lagasetningu var nánast öllu intersex fólki tryggð vernd, en ekki öllu. Stjórnvöld lofuðu við gerð þess frumvarps að skoða málið enn betur með tilkomu nýrrar nefndar sem átti að skipa í kjölfar lagasetningarinnar. Sú nefnd hefur ennþá ekki verið skipuð. Við, hagsmunafulltrúar intersex fólks, bíðum enn eftir þeirri skipun, enda málið brýnt. Evrópuráðið slær nýjan tón í stefnu sinni varðandi það að intersex fólk á að geta leitað réttar síns. Það þýðir að þeir einstaklingar sem á voru gerðar ónauðsynlegar og óafturkræfar aðgerðir hér á árum áður eiga að hafa einhverjar bjargir og ráðgjöf til að leita réttar síns, því við viljum ekki búa í samfélagi þar sem stjórnvöld geta ákveðið að senda hvítvoðunga í skurðaðgerðir, og aðrar meðferðir, einungis til þess að „laga“ líkama þeirra svo þeir passi frekar inn í þau fyrirfram ákveðnu mót sem samfélagið hefur skapað. Það eru mannréttindabrot. Intersex fólk hefur árum saman talað upphátt um afleiðingarnar, bæði fólk sem man hvað var gert við þau en líka þau sem muna ekki eftir því, en lifir mögulega með afleiðingunum sem oft eru verri líkamleg og andleg heilsa. Samfélagið hefði getað komið í veg fyrir þetta, einungis með því að leyfa líkömum þeirra að vera eins og þeir eru. Við erum að tala um fólk sem hefur þurft að finna út hver þau eru, lifa með þessum afleiðingum á hverjum degi og móta sjálfsmynd sína án þess að hafa nokkurra aðstoð eða stuðning. Allt vegna þess að gerðar voru aðgerðir á því án þess að þau nokkurn tíma báðu um það. Samfélagið hefur ekki hlustað, ekki vegna illvilja heldur vegna þæginda. Það er auðveldara að halda í þessi samfélagslegu staðla sem við höfum skapað heldur en að horfast í augu við það að þau hafa verið skaðleg, og það gríðarlega skaðleg fyrir intersex fólk. Það tók Evrópuráðið langan tíma að segja það sem við öll teljum vera sjálfsagt: Líkamar fólks eru friðhelgir. Líkamar barna þarf ekki að laga. Ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja intersex fólki réttarbætur. Samfélagið á aldrei aftur að láta slík mannréttindabrot líðast án afleiðinga. „Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Margar formgerðir of intersex eru til. Um er að ræða skala eða regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu. Intersex breytileiki getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun. Þú getur haft samband við Intersex Ísland með því að senda tölvupóst á intersex@samtokin78.is. Höfundur framkvæmdastjóri Intersex Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur samstöðudagur intersex fólks og af því tilefni ber að fagna nýrri stefnu Evrópuráðsins í málefnum intersex fólks. Í stefnunni er kveðið á um mikilvæg atriði til að tryggja hópnum sjálfsögð mannréttindi. Ef við stiklum á stóru þá skiptist stefnan í sex meginþætti. Bann við óþörfum læknis- og skurðaðgerðum á börnum. Ný stefna ráðsins leggur áherslu á að intersex börn skuli ekki gangast undir leiðréttandi aðgerðir eða hormónameðferðir nema þau sjálf geti samþykkt þær.Það er þegar þau eru orðin nógu fullorðin til að taka upplýsta ákvörðun. Rétturinn til sjálfsákvörðunar um kyn ætti að vera sjálfsagður en einstaklingar eiga að hafa rétt til að skrá sitt kyn eða breyta því án læknisfræðilegra skilyrða. Í stefnunni má einnig finna veigamikil atriði til að bæta heilbrigðisþjónustu, auka stuðning og tryggja ráðgjöf til aðstandenda intersex barna. Stefnan kallar eftir fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldna, svo fólk fái stuðning í staðinn fyrir þrýsting frá heilbrigðiskerfinu á ónauðsynlegar aðgerðir. Vernd gegn mismunun.Stefnan leggur til að intersex fólk verði sjálfstætt viðurkennt í lögum sem hópur sem á rétt á vernd gegn mismunun í samfélaginu öllu, með áherslu á vinnustaði og skóla. Upplýst samþykki og gagnsæi þar sem einstaklingar eiga rétt á að sjá og vita allt sem hefur verið gert við líkama þeirra, fá aðgang að sjúkraskrám aftur í tímann, fá stuðning við úrvinnslu þeirra og viðeigandi aðstoð. Við lestur þessara áhersluatriða í nýrri stefnu í málefnum intersex fólks þá hugsar þú líklega, lesandi góður, þetta er allt sjálfsagt og um er að ræða réttindi sem við öll eigum að njóta. Það er skiljanlegt að hugsa svo. Þau sem eru ekki intersex eiga erfitt með að ímynda sér þann veruleika sem intersex fólks býr í; að vera þvingað í aðgerðir á barnsaldri til að líkömum þeirra sé breytt, jafnvel í óþökk þeirra sjálfra og aðstandenda og að vera neitað um sjúkraskrár eða gögn um þeirra eigin líkama. Enn í dag býr sumt intersex fólk við mikla skömm vegna þessa og baráttan, þrátt fyrir að hún þokast áfram, er ekki eins sýnileg og hún þyrfti að vera og stuðningur heilbrigðisyfirvalda er ekki nægur. Árið 2021 tóku í gildi lög á Íslandi um bann við ónauðsynlegum og óafturkræfum skurðaðgerðum og við þessa lagasetningu var nánast öllu intersex fólki tryggð vernd, en ekki öllu. Stjórnvöld lofuðu við gerð þess frumvarps að skoða málið enn betur með tilkomu nýrrar nefndar sem átti að skipa í kjölfar lagasetningarinnar. Sú nefnd hefur ennþá ekki verið skipuð. Við, hagsmunafulltrúar intersex fólks, bíðum enn eftir þeirri skipun, enda málið brýnt. Evrópuráðið slær nýjan tón í stefnu sinni varðandi það að intersex fólk á að geta leitað réttar síns. Það þýðir að þeir einstaklingar sem á voru gerðar ónauðsynlegar og óafturkræfar aðgerðir hér á árum áður eiga að hafa einhverjar bjargir og ráðgjöf til að leita réttar síns, því við viljum ekki búa í samfélagi þar sem stjórnvöld geta ákveðið að senda hvítvoðunga í skurðaðgerðir, og aðrar meðferðir, einungis til þess að „laga“ líkama þeirra svo þeir passi frekar inn í þau fyrirfram ákveðnu mót sem samfélagið hefur skapað. Það eru mannréttindabrot. Intersex fólk hefur árum saman talað upphátt um afleiðingarnar, bæði fólk sem man hvað var gert við þau en líka þau sem muna ekki eftir því, en lifir mögulega með afleiðingunum sem oft eru verri líkamleg og andleg heilsa. Samfélagið hefði getað komið í veg fyrir þetta, einungis með því að leyfa líkömum þeirra að vera eins og þeir eru. Við erum að tala um fólk sem hefur þurft að finna út hver þau eru, lifa með þessum afleiðingum á hverjum degi og móta sjálfsmynd sína án þess að hafa nokkurra aðstoð eða stuðning. Allt vegna þess að gerðar voru aðgerðir á því án þess að þau nokkurn tíma báðu um það. Samfélagið hefur ekki hlustað, ekki vegna illvilja heldur vegna þæginda. Það er auðveldara að halda í þessi samfélagslegu staðla sem við höfum skapað heldur en að horfast í augu við það að þau hafa verið skaðleg, og það gríðarlega skaðleg fyrir intersex fólk. Það tók Evrópuráðið langan tíma að segja það sem við öll teljum vera sjálfsagt: Líkamar fólks eru friðhelgir. Líkamar barna þarf ekki að laga. Ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja intersex fólki réttarbætur. Samfélagið á aldrei aftur að láta slík mannréttindabrot líðast án afleiðinga. „Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Margar formgerðir of intersex eru til. Um er að ræða skala eða regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu. Intersex breytileiki getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun. Þú getur haft samband við Intersex Ísland með því að senda tölvupóst á intersex@samtokin78.is. Höfundur framkvæmdastjóri Intersex Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun