Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar 8. nóvember 2025 08:02 Í dag er alþjóðlegur samstöðudagur intersex fólks og af því tilefni ber að fagna nýrri stefnu Evrópuráðsins í málefnum intersex fólks. Í stefnunni er kveðið á um mikilvæg atriði til að tryggja hópnum sjálfsögð mannréttindi. Ef við stiklum á stóru þá skiptist stefnan í sex meginþætti. Bann við óþörfum læknis- og skurðaðgerðum á börnum. Ný stefna ráðsins leggur áherslu á að intersex börn skuli ekki gangast undir leiðréttandi aðgerðir eða hormónameðferðir nema þau sjálf geti samþykkt þær.Það er þegar þau eru orðin nógu fullorðin til að taka upplýsta ákvörðun. Rétturinn til sjálfsákvörðunar um kyn ætti að vera sjálfsagður en einstaklingar eiga að hafa rétt til að skrá sitt kyn eða breyta því án læknisfræðilegra skilyrða. Í stefnunni má einnig finna veigamikil atriði til að bæta heilbrigðisþjónustu, auka stuðning og tryggja ráðgjöf til aðstandenda intersex barna. Stefnan kallar eftir fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldna, svo fólk fái stuðning í staðinn fyrir þrýsting frá heilbrigðiskerfinu á ónauðsynlegar aðgerðir. Vernd gegn mismunun.Stefnan leggur til að intersex fólk verði sjálfstætt viðurkennt í lögum sem hópur sem á rétt á vernd gegn mismunun í samfélaginu öllu, með áherslu á vinnustaði og skóla. Upplýst samþykki og gagnsæi þar sem einstaklingar eiga rétt á að sjá og vita allt sem hefur verið gert við líkama þeirra, fá aðgang að sjúkraskrám aftur í tímann, fá stuðning við úrvinnslu þeirra og viðeigandi aðstoð. Við lestur þessara áhersluatriða í nýrri stefnu í málefnum intersex fólks þá hugsar þú líklega, lesandi góður, þetta er allt sjálfsagt og um er að ræða réttindi sem við öll eigum að njóta. Það er skiljanlegt að hugsa svo. Þau sem eru ekki intersex eiga erfitt með að ímynda sér þann veruleika sem intersex fólks býr í; að vera þvingað í aðgerðir á barnsaldri til að líkömum þeirra sé breytt, jafnvel í óþökk þeirra sjálfra og aðstandenda og að vera neitað um sjúkraskrár eða gögn um þeirra eigin líkama. Enn í dag býr sumt intersex fólk við mikla skömm vegna þessa og baráttan, þrátt fyrir að hún þokast áfram, er ekki eins sýnileg og hún þyrfti að vera og stuðningur heilbrigðisyfirvalda er ekki nægur. Árið 2021 tóku í gildi lög á Íslandi um bann við ónauðsynlegum og óafturkræfum skurðaðgerðum og við þessa lagasetningu var nánast öllu intersex fólki tryggð vernd, en ekki öllu. Stjórnvöld lofuðu við gerð þess frumvarps að skoða málið enn betur með tilkomu nýrrar nefndar sem átti að skipa í kjölfar lagasetningarinnar. Sú nefnd hefur ennþá ekki verið skipuð. Við, hagsmunafulltrúar intersex fólks, bíðum enn eftir þeirri skipun, enda málið brýnt. Evrópuráðið slær nýjan tón í stefnu sinni varðandi það að intersex fólk á að geta leitað réttar síns. Það þýðir að þeir einstaklingar sem á voru gerðar ónauðsynlegar og óafturkræfar aðgerðir hér á árum áður eiga að hafa einhverjar bjargir og ráðgjöf til að leita réttar síns, því við viljum ekki búa í samfélagi þar sem stjórnvöld geta ákveðið að senda hvítvoðunga í skurðaðgerðir, og aðrar meðferðir, einungis til þess að „laga“ líkama þeirra svo þeir passi frekar inn í þau fyrirfram ákveðnu mót sem samfélagið hefur skapað. Það eru mannréttindabrot. Intersex fólk hefur árum saman talað upphátt um afleiðingarnar, bæði fólk sem man hvað var gert við þau en líka þau sem muna ekki eftir því, en lifir mögulega með afleiðingunum sem oft eru verri líkamleg og andleg heilsa. Samfélagið hefði getað komið í veg fyrir þetta, einungis með því að leyfa líkömum þeirra að vera eins og þeir eru. Við erum að tala um fólk sem hefur þurft að finna út hver þau eru, lifa með þessum afleiðingum á hverjum degi og móta sjálfsmynd sína án þess að hafa nokkurra aðstoð eða stuðning. Allt vegna þess að gerðar voru aðgerðir á því án þess að þau nokkurn tíma báðu um það. Samfélagið hefur ekki hlustað, ekki vegna illvilja heldur vegna þæginda. Það er auðveldara að halda í þessi samfélagslegu staðla sem við höfum skapað heldur en að horfast í augu við það að þau hafa verið skaðleg, og það gríðarlega skaðleg fyrir intersex fólk. Það tók Evrópuráðið langan tíma að segja það sem við öll teljum vera sjálfsagt: Líkamar fólks eru friðhelgir. Líkamar barna þarf ekki að laga. Ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja intersex fólki réttarbætur. Samfélagið á aldrei aftur að láta slík mannréttindabrot líðast án afleiðinga. „Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Margar formgerðir of intersex eru til. Um er að ræða skala eða regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu. Intersex breytileiki getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun. Þú getur haft samband við Intersex Ísland með því að senda tölvupóst á intersex@samtokin78.is. Höfundur framkvæmdastjóri Intersex Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur samstöðudagur intersex fólks og af því tilefni ber að fagna nýrri stefnu Evrópuráðsins í málefnum intersex fólks. Í stefnunni er kveðið á um mikilvæg atriði til að tryggja hópnum sjálfsögð mannréttindi. Ef við stiklum á stóru þá skiptist stefnan í sex meginþætti. Bann við óþörfum læknis- og skurðaðgerðum á börnum. Ný stefna ráðsins leggur áherslu á að intersex börn skuli ekki gangast undir leiðréttandi aðgerðir eða hormónameðferðir nema þau sjálf geti samþykkt þær.Það er þegar þau eru orðin nógu fullorðin til að taka upplýsta ákvörðun. Rétturinn til sjálfsákvörðunar um kyn ætti að vera sjálfsagður en einstaklingar eiga að hafa rétt til að skrá sitt kyn eða breyta því án læknisfræðilegra skilyrða. Í stefnunni má einnig finna veigamikil atriði til að bæta heilbrigðisþjónustu, auka stuðning og tryggja ráðgjöf til aðstandenda intersex barna. Stefnan kallar eftir fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldna, svo fólk fái stuðning í staðinn fyrir þrýsting frá heilbrigðiskerfinu á ónauðsynlegar aðgerðir. Vernd gegn mismunun.Stefnan leggur til að intersex fólk verði sjálfstætt viðurkennt í lögum sem hópur sem á rétt á vernd gegn mismunun í samfélaginu öllu, með áherslu á vinnustaði og skóla. Upplýst samþykki og gagnsæi þar sem einstaklingar eiga rétt á að sjá og vita allt sem hefur verið gert við líkama þeirra, fá aðgang að sjúkraskrám aftur í tímann, fá stuðning við úrvinnslu þeirra og viðeigandi aðstoð. Við lestur þessara áhersluatriða í nýrri stefnu í málefnum intersex fólks þá hugsar þú líklega, lesandi góður, þetta er allt sjálfsagt og um er að ræða réttindi sem við öll eigum að njóta. Það er skiljanlegt að hugsa svo. Þau sem eru ekki intersex eiga erfitt með að ímynda sér þann veruleika sem intersex fólks býr í; að vera þvingað í aðgerðir á barnsaldri til að líkömum þeirra sé breytt, jafnvel í óþökk þeirra sjálfra og aðstandenda og að vera neitað um sjúkraskrár eða gögn um þeirra eigin líkama. Enn í dag býr sumt intersex fólk við mikla skömm vegna þessa og baráttan, þrátt fyrir að hún þokast áfram, er ekki eins sýnileg og hún þyrfti að vera og stuðningur heilbrigðisyfirvalda er ekki nægur. Árið 2021 tóku í gildi lög á Íslandi um bann við ónauðsynlegum og óafturkræfum skurðaðgerðum og við þessa lagasetningu var nánast öllu intersex fólki tryggð vernd, en ekki öllu. Stjórnvöld lofuðu við gerð þess frumvarps að skoða málið enn betur með tilkomu nýrrar nefndar sem átti að skipa í kjölfar lagasetningarinnar. Sú nefnd hefur ennþá ekki verið skipuð. Við, hagsmunafulltrúar intersex fólks, bíðum enn eftir þeirri skipun, enda málið brýnt. Evrópuráðið slær nýjan tón í stefnu sinni varðandi það að intersex fólk á að geta leitað réttar síns. Það þýðir að þeir einstaklingar sem á voru gerðar ónauðsynlegar og óafturkræfar aðgerðir hér á árum áður eiga að hafa einhverjar bjargir og ráðgjöf til að leita réttar síns, því við viljum ekki búa í samfélagi þar sem stjórnvöld geta ákveðið að senda hvítvoðunga í skurðaðgerðir, og aðrar meðferðir, einungis til þess að „laga“ líkama þeirra svo þeir passi frekar inn í þau fyrirfram ákveðnu mót sem samfélagið hefur skapað. Það eru mannréttindabrot. Intersex fólk hefur árum saman talað upphátt um afleiðingarnar, bæði fólk sem man hvað var gert við þau en líka þau sem muna ekki eftir því, en lifir mögulega með afleiðingunum sem oft eru verri líkamleg og andleg heilsa. Samfélagið hefði getað komið í veg fyrir þetta, einungis með því að leyfa líkömum þeirra að vera eins og þeir eru. Við erum að tala um fólk sem hefur þurft að finna út hver þau eru, lifa með þessum afleiðingum á hverjum degi og móta sjálfsmynd sína án þess að hafa nokkurra aðstoð eða stuðning. Allt vegna þess að gerðar voru aðgerðir á því án þess að þau nokkurn tíma báðu um það. Samfélagið hefur ekki hlustað, ekki vegna illvilja heldur vegna þæginda. Það er auðveldara að halda í þessi samfélagslegu staðla sem við höfum skapað heldur en að horfast í augu við það að þau hafa verið skaðleg, og það gríðarlega skaðleg fyrir intersex fólk. Það tók Evrópuráðið langan tíma að segja það sem við öll teljum vera sjálfsagt: Líkamar fólks eru friðhelgir. Líkamar barna þarf ekki að laga. Ráðast þarf í aðgerðir til að tryggja intersex fólki réttarbætur. Samfélagið á aldrei aftur að láta slík mannréttindabrot líðast án afleiðinga. „Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Margar formgerðir of intersex eru til. Um er að ræða skala eða regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu. Intersex breytileiki getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun. Þú getur haft samband við Intersex Ísland með því að senda tölvupóst á intersex@samtokin78.is. Höfundur framkvæmdastjóri Intersex Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar