Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar 6. nóvember 2025 21:03 Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í svari ríkislögreglustjóra þann 5. nóvember, við beiðni dómsmálaráðherra um upplýsingar vegna furðulegra kaupa á „ráðgjöf“ fyrir á annað hundrað milljónir, segir eftirfarandi: „Embætti ríkislögreglustjóra tekur mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka. Við höfum unnið að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð sem ætlað er að tryggja fullt gagnsæi og samræmi við lög um opinber innkaup. Drög að þessum reglum fylgja hér með til upplýsingar. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur innan embættisins með fulltrúa innkaupastjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðings til að fullvinna og innleiða framangreindar verklagsreglur fyrir 30. nóvember nk.“ Hér fer Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mildum orðum um eigið framferði, þar sem alvarleg brot eru bara "annmarkar". Maður veltir einnig fyrir sér hvað henni fannst áður fyrr um það gagnsæi sem ætti að ríkja í störfum hennar. Ekki síður áhugavert er að það sé fyrst nú sem henni finnst ástæða til að „tryggja“ að hún hagi sér í „samræmi við lög“. Ekki virðist ástæða til að efast um að það sem Sigríður nefnir í bréfinu sé nauðsynlegt, í ljósi framferðis hennar í umræddu máli. Hins vegar er full ástæða til að efast um að hinni seku, ríkislögreglustjóranum sjálfum, sé treystandi til að laga þessa bresti. Annars vegar er það jú hún sem braut svona alvarlega af sér, og hins vegar á hún að baki langan brotaferil í starfi, eins og rakið var hér, sem gerir hana ekki traustvekjandi umbótamanneskju. Síðast en ekki síst er orðið ljóst að Sigríður Björk er gersamlega rúin því trausti almennings sem nauðsynlegt er að æðsti yfirmaður lögreglu í landinu hafi, enda óviðunandi að í því embætti sitji manneskja sem sjálf er sífellt að brjóta lög. Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar