Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Annar tveggja eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar segir að hver einasta stýrivaxtalækkun hafi mikla þýðingu fyrir fólk. Vísir/Margrét Helga Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“ Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands er sú þriðja í röðinni. Síðast lækkaði bankinn vexti um 50 punkta og þar áður í október um 25 punkta. Verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist í janúar 4,6%. Eftir sex vikur verður næsta ákvörðun nefndarinnar kynnt og þá kemur í ljós hvort lækkunarferlið heldur áfram. „Ég vona það bara sannarlega að þessi þróun haldi áfram. Verðbólgumarkmið okkar er 2,5, verðbólgan núna er 4,6 sem er enn of hátt. Ég á von á því að hún haldi áfram að hjaðna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Lokametrarnir í að ná fram hjöðnun verðbólgu gætu þó reynst erfiðir. „Kannski að komast frá 3 komma eitthvað og niður í 2,5.“ Blikur séu á lofti í alþjóðamálum ekki síst vegna mögulegs tollastríðs. „Ef alþjóðaviðskipti fara að truflast verulega þá mun það leiða til þess að vöruverðið hækkar sem við flytjum inn,“ segir Ásgeir. Sparisjóðurinn Indó varð fyrstur til að tilkynna um vaxtalækkun á öllum inn- og útlánum. Hún nemur hálfu prósentustigi. Fréttastofa sendi fjármálastofnunum fyrirspurn sem varðaði áform um vaxtabreytingar en hafði engin svör fengið fyrir kvöldfréttir fyrir utan Landsbankann en upplýsingafulltrúi hans sagði bankann munu tilkynna um breytingar á næstu dögum. Vaxtalækkun skref í rétta átt Jason Guðmundsson, annar eigenda fasteignasölunnar Mikluborgar, segir lækkunina skref í átt að því að þíða það frost sem ríkt hefur á fasteignamarkaði. Aðrir þættir spili líka inn í. „Við eigum eftir að sjá hvað bankarnir gera í sambandi við verðtryggðu lánin, hvort þeir hækki vexti eins og þeir gerðu síðast eða hvort þetta verði til vaxtalækkunar líka á verðtryggðu lánunum sem óneitanlega eru rosalega stórt skref í því að koma fyrstu kaupendum inn á markaðinn.“ Hver og ein lækkun hafi mikla þýðingu. „Það er ótrúlega stór hópur sem núna, bara með þessu skrefi mun alveg örugglega komast í gegnum greiðslumat til að geta keypt og til að geta staðið undir því að borga af sínu eigin húsnæði.“ Lækkunin leysi ákveðinn hnút en betur megi ef duga skal. „Það er veruleg stífla sem hefur myndast sem gerir það að verkum að það eru ótrúlega margir kaupendur og það er mikill undirliggjandi þrýstingur að komast af stað. Þetta mun hjálpa til við að koma því í gang, við erum mjög bjartsýn. Við finnum að árið fer vel af stað. Það er töluvert meira að gera núna heldur en var í lok síðasta árs.“
Efnahagsmál Fasteignamarkaður Skattar og tollar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. 5. febrúar 2025 12:17
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. 5. febrúar 2025 08:30