Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. janúar 2025 16:30 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Málefni heimilislausra Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun