Frá ímyndarstjórnmálum til klassískrar jafnaðarstefnu Kolbeinn H. Stefánsson skrifar 22. október 2024 12:03 Kosningaslagorð Samfylkingarinnar—Traust velferð, stolt þjóð—hefur vakið talsverða umræðu undanfarna daga. Svo virðist sem ákveðnum hópi á vinstri væng stjórnmálanna finnist ósæmandi að alþjóðlega sinnaður jafnaðarmannaflokkur notist við orðið „þjóð“ – hvað þá að orðunum „stolt“ og „þjóð“ sé blandað saman í pólitískri orðræðu. Þjóðarheimilið Breski stjórnmálafræðingurinn Michael Freeden hefur varið sínum starfsferli í að rannsakað pólitíska hugmyndafræði. Að hans mati er þjóðernishyggja ekki sjálfstæð hugmyndafræði heldur fremur hugmyndafræðilegur viðauki sem er hægt að hengja á aðra heildstæðari hugmyndafræði. Þannig verða inntak og áferð þjóðernishyggju mjög ólík eftir því hvort hún hangir á félagshyggju, frjálslyndisstefnu eða íhaldsstefnu. Af því leiðir að öll þjóðernishyggja er ekki eins og við verðum að meta hana út frá hugmyndafræðilegu samhengi. Í ljósi þessa er mikilvægt að skoða slagorð Samfylkingarinnar í heild sinni, ekki bara tiltekin orð sem kunna að trufla okkur. Af samhenginu má ráða að sterkri velferðarþjónustu sé teflt fram sem forsendu þjóðarstolts. Skilaboðin eru ekki þau að Íslendingar séu í eðli sínu æðri öðrum þjóðum eða eitthvað slíkt, heldur öllu heldur þau að þjóð sem býr til gott samfélag getur verið stolt af því. Orðið þjóð er heldur ekki fúkyrði, allt sem það þýðir er fólk sem deilir tilteknu ríkisfangi og upp að vissu marki sögu, menningu, gildum, viðmiðum og oft tungumáli sem eru engu að síður breytileg yfir tíma. Þetta slagorð Samfylkingarinnar er í sjálfu sér ekkert sérstaklega frumlegt í samhengi norrænna jafnaðarflokka. Í bók sinni The Primacy of Politics: Social Democracy and the Making of Europe's Twentieth Century greindi Sheri Berman hvers vegna jafnaðarflokkar náðu undirtökunum á Norðurlöndunum á millistríðsárunum, þegar önnur Evrópulönd stóðu frammi fyrir uppgangi róttækari hægristjórnmála og jafnvel fasisma. Lykil þáttur þar var hvernig norrænir jafnaðarflokkar virkjuðu þjóðerniskenndina: folkhem. Þetta er það sem Samfylkingin er að gera, taka þjóðerniskenndina og virkja hana í þágu samfélagslegra markmiða jafnaðarstefnunnar. Aftur í upprunann Áherslur Samfylkingarinnar hafa breyst umtalsvert undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Það að vilja aðild að Evrópusambandinu var lengi vel lakmuspróf fyrir fólk sem vildi komast áfram innan flokksins en í dag virðist flokkurinn hafa opnað faðminn gagnvart þeim sem hafa efasemdir um að full aðild að ESB sé lausn alls vanda Í kjölfar hrunsins bættist nýja stjórnarskráin við sem einhvers konar trúarsetning auk þess sem hverskyns ídentítetspólitík varð meira áberandi í áherslum flokksins. Um tíma var eins og flokkurinn hverfðist fyrst og fremst um dægurmál á Twitter og lyti stjórn þeirra sem hæst höfðu í samfélagsmiðlunni hverju sinni. Undir forystu Kristrúnar hafa þessar áherslur vikið fyrir hefðbundnari, jafnvel dálítið gamaldags áherslum jafnaðarflokka: Lífskjör og velferð á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Slíkar áherslur eru ekkert sérstaklega rómantískar eða byltingarkenndar. Jafnaðarstefnan er það almennt ekki. Jafnaðarflokkar eru yfirleitt ábyrgir, pragmatískir og frekar leiðinlegir (minna Che Guevara, meira Göran Person og Paul Nyrup Rasmussen). Ef einhver kjósa Samfylkinguna í þeirri von að Ísland verði orðið einhverskonar sósíaldemókratísk paradís innan fjögurra ára eiga þau hin sömu eftir að verða fyrir vonbrigðum. Hið svokallaða skandínavíska módel, sem náði hápunkti á 9. áratug síðustu aldar og er í hugum margra einhverskonar ídeal til að líkja eftir, var ekki byggt upp á einu kjörtímabili. Það var mótað skref fyrir skref, með strategískum málamiðlunum, kjörtímabil eftir kjörtímabil yfir mun lengri tíma. Á undanförnum misserum hafa ýmsir haldið því fram að Samfylkingin hafi villst af leið jafnaðarstefnunnar undir forystu Kristrúnar. Rétt væri að segja að Samfylkingin, eins og jafnaðarflokkar víða, hafi villst af leið þegar hún setti í forgrunn áherslur sem eru í sjálfum sér óviðkomandi jafnaðarstefnunni, svo sem Evrópusambandsaðild, stjórnarskrárskipti og ídentítetsstjórnmál. Undir forystu nýs formanns hefur flokkurinn aftur ratað á braut klassískrar jafnaðarstefnu sem reynir að virkja samtakamátt þjóðar til að skapa samfélag þar sem sterk velferðarþjónusta, ábyrg hagstjórn og kraftmikil verðmætasköpun fara saman. Höfundur er félagsfræðingur og sérfræðingur í velferðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Kosningaslagorð Samfylkingarinnar—Traust velferð, stolt þjóð—hefur vakið talsverða umræðu undanfarna daga. Svo virðist sem ákveðnum hópi á vinstri væng stjórnmálanna finnist ósæmandi að alþjóðlega sinnaður jafnaðarmannaflokkur notist við orðið „þjóð“ – hvað þá að orðunum „stolt“ og „þjóð“ sé blandað saman í pólitískri orðræðu. Þjóðarheimilið Breski stjórnmálafræðingurinn Michael Freeden hefur varið sínum starfsferli í að rannsakað pólitíska hugmyndafræði. Að hans mati er þjóðernishyggja ekki sjálfstæð hugmyndafræði heldur fremur hugmyndafræðilegur viðauki sem er hægt að hengja á aðra heildstæðari hugmyndafræði. Þannig verða inntak og áferð þjóðernishyggju mjög ólík eftir því hvort hún hangir á félagshyggju, frjálslyndisstefnu eða íhaldsstefnu. Af því leiðir að öll þjóðernishyggja er ekki eins og við verðum að meta hana út frá hugmyndafræðilegu samhengi. Í ljósi þessa er mikilvægt að skoða slagorð Samfylkingarinnar í heild sinni, ekki bara tiltekin orð sem kunna að trufla okkur. Af samhenginu má ráða að sterkri velferðarþjónustu sé teflt fram sem forsendu þjóðarstolts. Skilaboðin eru ekki þau að Íslendingar séu í eðli sínu æðri öðrum þjóðum eða eitthvað slíkt, heldur öllu heldur þau að þjóð sem býr til gott samfélag getur verið stolt af því. Orðið þjóð er heldur ekki fúkyrði, allt sem það þýðir er fólk sem deilir tilteknu ríkisfangi og upp að vissu marki sögu, menningu, gildum, viðmiðum og oft tungumáli sem eru engu að síður breytileg yfir tíma. Þetta slagorð Samfylkingarinnar er í sjálfu sér ekkert sérstaklega frumlegt í samhengi norrænna jafnaðarflokka. Í bók sinni The Primacy of Politics: Social Democracy and the Making of Europe's Twentieth Century greindi Sheri Berman hvers vegna jafnaðarflokkar náðu undirtökunum á Norðurlöndunum á millistríðsárunum, þegar önnur Evrópulönd stóðu frammi fyrir uppgangi róttækari hægristjórnmála og jafnvel fasisma. Lykil þáttur þar var hvernig norrænir jafnaðarflokkar virkjuðu þjóðerniskenndina: folkhem. Þetta er það sem Samfylkingin er að gera, taka þjóðerniskenndina og virkja hana í þágu samfélagslegra markmiða jafnaðarstefnunnar. Aftur í upprunann Áherslur Samfylkingarinnar hafa breyst umtalsvert undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Það að vilja aðild að Evrópusambandinu var lengi vel lakmuspróf fyrir fólk sem vildi komast áfram innan flokksins en í dag virðist flokkurinn hafa opnað faðminn gagnvart þeim sem hafa efasemdir um að full aðild að ESB sé lausn alls vanda Í kjölfar hrunsins bættist nýja stjórnarskráin við sem einhvers konar trúarsetning auk þess sem hverskyns ídentítetspólitík varð meira áberandi í áherslum flokksins. Um tíma var eins og flokkurinn hverfðist fyrst og fremst um dægurmál á Twitter og lyti stjórn þeirra sem hæst höfðu í samfélagsmiðlunni hverju sinni. Undir forystu Kristrúnar hafa þessar áherslur vikið fyrir hefðbundnari, jafnvel dálítið gamaldags áherslum jafnaðarflokka: Lífskjör og velferð á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Slíkar áherslur eru ekkert sérstaklega rómantískar eða byltingarkenndar. Jafnaðarstefnan er það almennt ekki. Jafnaðarflokkar eru yfirleitt ábyrgir, pragmatískir og frekar leiðinlegir (minna Che Guevara, meira Göran Person og Paul Nyrup Rasmussen). Ef einhver kjósa Samfylkinguna í þeirri von að Ísland verði orðið einhverskonar sósíaldemókratísk paradís innan fjögurra ára eiga þau hin sömu eftir að verða fyrir vonbrigðum. Hið svokallaða skandínavíska módel, sem náði hápunkti á 9. áratug síðustu aldar og er í hugum margra einhverskonar ídeal til að líkja eftir, var ekki byggt upp á einu kjörtímabili. Það var mótað skref fyrir skref, með strategískum málamiðlunum, kjörtímabil eftir kjörtímabil yfir mun lengri tíma. Á undanförnum misserum hafa ýmsir haldið því fram að Samfylkingin hafi villst af leið jafnaðarstefnunnar undir forystu Kristrúnar. Rétt væri að segja að Samfylkingin, eins og jafnaðarflokkar víða, hafi villst af leið þegar hún setti í forgrunn áherslur sem eru í sjálfum sér óviðkomandi jafnaðarstefnunni, svo sem Evrópusambandsaðild, stjórnarskrárskipti og ídentítetsstjórnmál. Undir forystu nýs formanns hefur flokkurinn aftur ratað á braut klassískrar jafnaðarstefnu sem reynir að virkja samtakamátt þjóðar til að skapa samfélag þar sem sterk velferðarþjónusta, ábyrg hagstjórn og kraftmikil verðmætasköpun fara saman. Höfundur er félagsfræðingur og sérfræðingur í velferðarmálum.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar