Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en 2027 Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 12:01 Smyrlabjargaárvirkjun í Suðursveit. Vísir/Vilhelm Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Nýtt framboð getur dugað fyrir umfangsmiklum orkuskiptaverkefnum árið 2030 ef því er ekki ráðstafað í önnur verkefni. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri orkuspá Orkustofnunar sem gefin var út í dag. Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér. Orkuskipti Orkumál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér.
Orkuskipti Orkumál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira