Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en 2027 Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 12:01 Smyrlabjargaárvirkjun í Suðursveit. Vísir/Vilhelm Nýtt framboð raforku mætir ekki aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. Nýtt framboð getur dugað fyrir umfangsmiklum orkuskiptaverkefnum árið 2030 ef því er ekki ráðstafað í önnur verkefni. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri orkuspá Orkustofnunar sem gefin var út í dag. Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér. Orkuskipti Orkumál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í spánni eru tvær sviðsmyndir, grunnspá og háspá, sem gefa innsýn í framtíð raforkumarkaðarins og framtíð orkuskipta. Við útreikninga er litið til mannfjölda, fjölda ferðamanna og fjölda bifreiða á á Íslandi. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að samkvæmt grunnspá verði hér um 550 þúsund íbúar árið 2050 en samkvæmt háspá um 600 þúsund. Til samanburðar þá er öll orkunotkun á Íslandi í dag um 20 TWh og nota íslensk heimili aðeins um fimm prósent af þeirri orku. Í spánni kemur fram að umtalsverð eftirspurn hefur verið eftir raforku síðustu tvö ár vegna bæði stórnotkunar og vegna þess að raforkuverð í heildsölu hefur nálgast verð á öðrum Norðurlöndum. Því er aukinn vilji til að byggja nýja raforkuvinnslu en í mörgum tilfellum hefur undirbúningur virkjanakosta og tenginga þeirra við flutningskerfið gengið hægt frá samþykki í rammaáætlun. Almennar forsendur við útreikninga í skýrslunni. Mynd/Orkustofnun En þó kemur einnig fram að svo að hagkvæmni náist í framleiðslu rafeldsneytis þurfi aukinn stuðning við slík verkefni eða að raforkuverð lækki umfram vænta þróun. „Erfitt getur verið fyrir orkuskiptaverkefni að keppa við aðra stórnotendur á markaði um kaup á raforku sem og við innflutning sem þiggur niðurgreiðslur. Kostnaður endurnýjanlegs eldsneytis er mun hærri en jarðefnaeldsneytis,“ segir í spánni. Þá kemur einnig fram að orkuskipti í vegasamgöngum og hjá skipum þurfa að ganga umtalsvert hraðar en í núverandi stöðu svo að skuldbindingar á ábyrgð Íslands í loftslagsmálum náist. Tíu teravött í framleiðslu rafeldsneytis Eins og fram kom að ofan eru tvær sviðsmyndir, háspá og grunnspá. Í háspá er gert ráð fyrir að bein notkun raforku vegna orkuskipta verði nærri 2,5 teravattstundir (TWh) og allt að 10 TWh vegna framleiðslu rafeldsneytis árið 2050 til jafns við innanlands- og millilandanotkun. Hóflegur vöxtur í grunnspá Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum og að rafeldsneyti verði framleitt í takti við eftirspurn í innanlands- og millilandanotkun. Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum [e. business as usual]. Litið er til miðspáa í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár en gert er ráð fyrir að rafeldsneyti verði innflutt á tímabilinu. Í tilkynningu frá Orkustofnun um spána segir að umtalsverðar umbætur hafi verið gerðar á orkuspánni frá fyrri árum með framboðsspá og verðspá raforku, hagkvæmnisgreiningu rafeldsneytis ásamt bættum gögnum og aðferðarfræði í greiningum vegasamgangna. Ítarleg fylgigögn og nánari greiningar um hana eru að finna á vef Orkustofnunar. Þá segir að stofnunin hafi einnig hafi reglulega birtingu á skammtímahorfum á raforkumarkaði undir nafninu raforkuvísar, og aukið tíðni gagnabirtinga fyrir raforku og orkuskipti. Hægt er að nálgast niðurstöður og forsendur Orkuspárinnar hér. Gagnvirka framsetningu á helstu niðurstöðum Orkuspárinnar má finna hér.
Orkuskipti Orkumál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira