Dönsk börn: Undskyld! Kjartan Valgarðsson skrifar 16. desember 2023 14:01 Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Börn og uppeldi Kjartan Valgarðsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun