Dönsk börn: Undskyld! Kjartan Valgarðsson skrifar 16. desember 2023 14:01 Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Börn og uppeldi Kjartan Valgarðsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Dönsk börn beðin afsökunar Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð. Politiken Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa stefnunni 180°, gera e.k. gagnbyltingu og gera æpadana og símana útlæga úr skólum ásamt því að úthýsa samfélagsmiðlum af innra neti skólans. Stjórnin ætlar að innleiða nýja varúðarreglu sem útilokar tækin alveg frá börnum 0-2 ára og takmarkar mjög aðgang barna 3-5 ára. Ráðherrann segir skólana hafa verið á rangri leið og sums staðar jafnvel litið á það sem dyggð að útiloka bækur. „Það ríkir einnig sá misskilningur að í framtíðinni þurfirðu ekki að vita neitt því þú getur alltaf spurt Google. Þetta er galið.“ Hæfileikinn til að sökkva sér niður í bók, t.d. heilan sunnudag við lestur heillar bókar, er eiginleiki sem nýtist síðar í samskiptum, í atvinnulífinu og í fjölskyldum. Börn þurfa einbeitingu og ró hugans Við verðum alltaf jafn hissa á niðurstöðum Pisa. Eitt af því sem bent er á er að börnin geti ekki einbeitt sér þann tíma sem tekur að klára prófið. Hvers vegna skyldi það vera? Ég er ekki í nokkrum vafa um að símarnir og spjaldtölvurnar bera þar mesta sök, ásamt barnalegri tæknitrú kennara og skólastjórnenda. Tölvurnar og öppin eru beinlínis hönnuð þannig að fólk, börn og fullorðnir, ánetjast þeim, dópamíni er seytt til heilans, og að lokum erum það ekki við sem stjórnum, heldur er okkur stjórnað af síma- og tölvufíkn. Símarnir og tölvurnar eru vandinn Danski ráðherrann sagði að skólarnir ættu að hætta að eyða peningum í spjaldtölvur og kaupa í þeirra stað fleiri skæri og liti, bækur eftir Ole Lund Kirkegaard og nýtt hljómborð í tónlistarstofuna. Það er kominn tími til að foreldrar, stjórnmálafólk og fræðsluyfirvöld horfist í augu við að við erum að fást við fíkn, síma- og tölvufíkn sem er skaðleg börnum, kemur í veg fyrir að þau geti sökkt sér niður í bók, gleymt sér langa stund við lestur eða skriftir. Það sem gerir úrbætur í þessum málum erfiðari en vænta mætti er að foreldrarnir og kennararnir eru jafn fíkin í þessi tæki og börnin. Maður þarf ekki að horfa lengi yfir hópinn til að sjá hve margir eru með símaskjáinn uppi í andlitinu. Hvað gerist? Aukin stéttskipting Ef fram heldur sem horfir þá munum við sjá aukna stéttskiptingu, nemendur sem ekki geta sett saman eina vel eða eðlilega orðaða setningu, munnlega eða skriflega, munu finna fyrir því á atvinnumarkaði. Þau börn sem nú alast upp við skynsamlegar takmarkanir á skjátíma, lesa bækur, geta einbeitt sér, hafa ánægju af því að skrifa og búa við góðar, nærandi og ástríkar fjölskylduaðstæður, þau munu hlaupa framúr hinum sem sitja eftir hlekkjuð við tækin. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun