Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 16:50 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“ Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira