Dagur B og blaðafulltrúarnir Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun