Dagur B og blaðafulltrúarnir Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti. Nýlegt dæmi um smjörklípu er leikþátturinn sem settur var á svið í Ráðhúsi Reykjavíkur í kjölfar borgarráðsfundar sl. fimmtudag. Leikstjórinn, sem fyrr, er borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Honum til aðstoðar eru blaðafulltrúar sem starfa fyrir borgina, sumir hverjir fyrrverandi fréttamenn. Þessi hópur setur upp reglubundnar leiksýningar til að reyna stýra opinberri umræðu um málefni Reykjavíkurborgar. Reykvískir skattgreiðendur borga svo brúsann af sýningarhaldinu. Hvert var leikritið í þetta skiptið? Fjármál A-hluta Reykjavíkurborgar eru hægt og sígandi að verða rústir einar. Þótt núna sé langt liðið á ágúst er eingöngu vitað hvernig rekstur borgarinnar gekk fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það uppgjör var ekki fagurt. Verði reksturinn í álíka horfi út árið má reikna með að rekstrarhallinn í ár verði um 16 milljarðar króna. Nýlega var einnig upplýst að borgarsjóður hafi fullnýtt lánalínu sína (yfirdráttarheimild) hjá Íslandsbanka. Í því skyni að styrkja lausafjárstöðu sína hélt Reykjavíkurborg skuldabréfaútboð í síðustu viku. Fá tilboð bárust og voru þau metin það óhagstæð fyrir borgarsjóð að þeim var öllum hafnað. Sú ákvörðun var staðfest af borgarstjórnarmeirihlutanum á áðurnefndum borgarráðsfundi. Með öðrum orðum, Reykjavíkurborg á erfitt með að fá lán á almennum markaði. Í stað þess að athygli fjölmiðla beindist að ósjálfbærum fjárhag borgarsjóðs í kjölfar borgarráðsfundarins var sjónum beint að öðrum málum, m.a. mögulegum trjáfellingum í Öskjuhlíð. Smjörklípubeitan um fellingar trjáa í Öskjuhlíð virðist hafa virkað þar eð það tókst að fylla athyglistanka almennings að öðru en því sem væri afar óheppilegt fyrir stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um trjáfellingarmálið í Öskjuhlíð Í október 2013 gerði Reykjavíkurborg samning við íslenska ríkið sem Icelandair Group átti einnig aðild að. Þar kom fram í viðauka að „nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð [yrði] felldur í þágu flugstarfseminnar“. Það hefur því lengi verið vitað að stærð trjáa í Öskjuhlíð er til þess fallin að skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í lok nóvember 2019 var gert samkomulag milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem m.a. gekk út á að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt þar til að annað flugvallarstæði fyndist. Bréf Isavia ohf. til Reykjavíkurborgar sl. júlí um trjáfellingar í Öskjuhlíð fól því lítið annað í sér en kröfu um að staðið yrði við gerða samninga og farið yrði eftir reglum sem tryggi eiga öryggi flugsamgangna. Efni bréfsins hefði því ekki átt að koma stjórnendum Reykjavíkurborgar á óvart. Lúðrablásturinn og smjörklípan Ekkert í lúðrablæstri Dags B og hans blaðafulltrúa síðustu daga getur réttlætt að gera forráðamenn Isavia ohf. að grýlum gagnvart hagsmunum borgarbúa. Nema þá til að viðhalda óbeit borgarstjórans á tilvist Reykjavíkurflugvallar og henda inn í þjóðmálaumræðuna enn einni smjörklípunni svo að almenningur fengi ekki það á tilfinninguna í aðdraganda Menningarnætur að borgin væri á hausnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun