Innlegg í sameiningarumræðu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund Oliver Einar Nordquist og Embla María Möller Atladóttir skrifa 17. maí 2023 22:30 Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar