Innlegg í sameiningarumræðu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund Oliver Einar Nordquist og Embla María Möller Atladóttir skrifa 17. maí 2023 22:30 Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar