Innlegg í sameiningarumræðu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund Oliver Einar Nordquist og Embla María Möller Atladóttir skrifa 17. maí 2023 22:30 Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Tillaga mennta- og barnamálaráðuneytis um sameiningu margra mennta- og framhaldsskóla kom flestum, ef ekki öllum, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessar fregnir hafa ollið mikilli óreiðu og óvissu innan skólasamfélagsins. Við í nemendafélaginu Keðjunni og Skólafélagi Menntaskólans í Sund fengum að vita af þessu á sama hátt og allir aðrir, í gegnum forsíðufréttir helstu fréttamiðla landsins. Engin umræða tekin fyrirfram við nemendur. Þau vinnubrögð finnst okkur vera vafasöm en það er eins og það er. Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið þessari tillögu misvel. Ákveðin hræðsla hefur verið í andrúmslofti skólans þar sem nemendur vilja ekki missa “Kvennaskólaandann” sem hefur verið í áratugi og skiptir nemendur miklu máli. Kvenskælingar eru hræddir að missa allar þær hefðir og allt félagslífið sem er þeim svo kært. Kvennaskólinn á sér ríka sögu og hefur ríkt menningargildi fyrir kvennabaráttuna sem átti og á sér stað hér á landi. Það er hrein óvirðing að taka þessa stofnun og stroka hana út af blaðinu, þar sem þetta er ekki einungis sameining heldur eyðing á skólunum báðum. En burtséð frá því ríka menningargildi sem Kvennaskólinn hefur þá eru kennarar, nemendur og starfsfólk skólans ósátt og vilja ekki að þetta gangi í gegn. Keðjan fordæmir þessa ákvörðun eins og staðan er núna. Menntaskólanum við Sund finnst þessi ákvörðun einfaldlega út í hött. MS er einn eftirsóttasti skóli landsins, var einmitt einn sá eftirsóttasti í fyrra. Skólinn heldur einungis áfram að stækka og fylgir félagslífið því. MS er með eitt mikilfengasta félagslíf af öllum framhaldsskólum landsins, hefðir skólans einstakar og stór partur af því að vera nemandi í MS. Nýnemar sækjast eftir MS ekki einungis vegna félagslífsins heldur einnig vegna námsins. Námið er einstakt og sjaldgæft. Kerfið í MS er erfitt að finna annars staðar á landinu og er þar af leiðandi eftirsóknarvert. Það seinasta sem Skólafélagið í MS vill er að þetta fari í gegn. Svona stóra ákvörðun má ekki taka án þess að vera í samráði við þá sem koma að skólunum. Það hljóta að vera aðrar leiðir sem hægt sé að fara sem bitna ekki á menningargildi, félagslífi eða starfsemi skólanna fyrir sig. Keðjan og Skólafélag Menntaskólans við Sund telja þessi vinnubrögð stýrihópsins ekki til fyrirmyndar og hvetja stýrihópinn til að gera betur. Við hvetjum alla til að mæta á mótmælin næsta föstudag, þann 19.maí, þar sem mótmæli fara fram gegn tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu á Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Mótmælin munu vera klukkan 13:00, á Sölvhólsgötu 4, fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Höfundar eru formenn Keðjunnar og SMS
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun