Tvöföldun Reykjanesbrautar bætir umferðaröryggi Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 13. mars 2023 17:30 Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Þetta er brýn framkvæmd sem mun auka umferðaröryggi til muna og fækka slysum á þessum vegkafla. Álagið á Reykjanesbrautinni hefur aukist til muna með stærri byggð suður með sjó samhliða gríðarlegri fjölgun ferðamanna á síðustu árum. Þær jákvæðu fréttir bárust síðan í liðinni viku að Ísland hafi bætt stöðu sína í umferðaröryggi samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum Evrópusambandsins. Þær tölur byggja á fjölda látinna í umferðinni miðað við hverja 100.000 íbúa í ríkjum Evrópu. Við sem þjóð erum þar í þriðja sæti á eftir Noregi og Sviðþjóð með fæst banaslys árið 2022. Hér er auðvitað ýmislegt sem hefur áhrif og má þar nefna að ökutækin eru orðin öruggari, vegir eru orðnir betri auk þess sem fræðsla og forvarnir eru að skila sér í bættri hegðun í umferðinni. Fréttir sem þessar eru auðvitað gleðilegar; þær skipta máli og sýna það svart á hvítu að við erum á réttri leið. Það gerist ekki af sjálfu sér, heldur hefur ráðherra samgöngumála verið með sérstaka áherslu á umferðaröryggismál síðustu ár sem nú er að skila sér. Að því sögðu er nauðsynlegt að ítreka það, og taka sérstaklega fram, að hvert banaslys í umferðinni er einu banaslysi of mikið. Við þurfum því stöðugt að halda áfram og reyna með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum að fyrirbyggja slík slys. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Umferðaröryggi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Þetta er brýn framkvæmd sem mun auka umferðaröryggi til muna og fækka slysum á þessum vegkafla. Álagið á Reykjanesbrautinni hefur aukist til muna með stærri byggð suður með sjó samhliða gríðarlegri fjölgun ferðamanna á síðustu árum. Þær jákvæðu fréttir bárust síðan í liðinni viku að Ísland hafi bætt stöðu sína í umferðaröryggi samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum Evrópusambandsins. Þær tölur byggja á fjölda látinna í umferðinni miðað við hverja 100.000 íbúa í ríkjum Evrópu. Við sem þjóð erum þar í þriðja sæti á eftir Noregi og Sviðþjóð með fæst banaslys árið 2022. Hér er auðvitað ýmislegt sem hefur áhrif og má þar nefna að ökutækin eru orðin öruggari, vegir eru orðnir betri auk þess sem fræðsla og forvarnir eru að skila sér í bættri hegðun í umferðinni. Fréttir sem þessar eru auðvitað gleðilegar; þær skipta máli og sýna það svart á hvítu að við erum á réttri leið. Það gerist ekki af sjálfu sér, heldur hefur ráðherra samgöngumála verið með sérstaka áherslu á umferðaröryggismál síðustu ár sem nú er að skila sér. Að því sögðu er nauðsynlegt að ítreka það, og taka sérstaklega fram, að hvert banaslys í umferðinni er einu banaslysi of mikið. Við þurfum því stöðugt að halda áfram og reyna með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum að fyrirbyggja slík slys. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar