Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta Björg Sveins skrifar 27. október 2022 07:31 Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar