Hið opinbera hefði þurft að stíga inn á byggingamarkað fyrir áratug Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2022 11:49 Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði. Vísir/Skjáskot Doktor í hagfræði segir að ekki sé tilefni til að hið opinbera stígi inn á húsnæðismarkað á meðan einkaðilar byggja nóg. Hins vegar hefði það mátt stíga inn fyrir tíu árum þegar lítið var byggt. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira