Júlíus Magnússon: Við verðum bara að halda áfram Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2022 22:00 Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, með boltann gegn Val í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, var gríðarlega ánægður með 1-3 sigur síns liðs gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum svöruðu Víkingar vel fyrir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. „Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betra svar. Sérstaklega frammistöðulega séð, ekkert endilega úrslitin. Frammistaðan var það góð að þetta var svona “bounce back“ frá tapinu síðast,“ sagði Júlíus. Valsmenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann í leiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir með góðri pressu. Víkingar náðu að halda það út og tóku svo yfir leikinn eftir það. „Það er rétt. Þeir komu svolítið á óvart hvernig þeir voru fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir voru með okkur svolítið í hreðjataki. En svo náum við aðeins að leysa þetta, vorum rólegir á boltann og ekkert að flýta okkur of mikið. Við ætluðum svolítið að reyna að setja á þá fyrstu mínúturnar en vildum kannski fara of oft fram og vorum ekki nógu þolinmóðir,“ sagði fyrirliðinn. Staðan var markalaus, 0-0, í hálfleik en Víkingar breyttu ekki miklu að sögn Júlíusar og héldu áfram sínu striki. „Við vildum bara halda áfram því sem við gerðum síðustu tuttugu í fyrri hálfleiknum. Þær mínútur voru mjög góðar og við vorum svolítið búnir að þrýsta þeim niður og það eina sem þurfti var bara mörkin. Við náðum ekki alveg að stimpla okkur niður á þeirra teig, vorum með fyrirgjafir þar sem menn voru ekki mættir á svæðin og svona. Þurfum bara smá „edge“ í sóknarleikinn og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Júlíus. Ein af sögulínum síðustu daga er sú að Sölvi Geir Ottesen var í leikmannahópnum á ný. Júlíus segir það þurfa að koma í ljós hvort hans krafta verði óskað. „Það verður bara að koma í ljós. Á stuttum tíma eru núna tveir rosalega mikilvægir menn búnir að detta út í meiðsli. En svið sjáum bara til. Ef þeir koma til baka þá kannski leysa þeir Sölva af hólmi, ég veit ekki hvernig það verður. Hann verður bara til taks og ef það gerist þá bara gerist það. Bíðum og sjáum,“ sagði Júlíus um Sölva Geir. Breiðablik vann sinn leik í kvöld og hafa nú unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Víkingar fóru upp að Val með 13 stig eftir átta leiki og eru 8 stigum á eftir Blikum. „Við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert annað hægt. Þetta er lengra tímabil núna þannig við verðum bara að vera þolinmóðir og megum ekki horfa of mikið í það núna. Þurfum að horfa í frammistöðurnar frekar en að horfa bara í stigin. Það má kannski gerast seinna á tímabilinu þar sem við horfum á hvar við erum í töflunni og setjum okkur einhver markmið en við verðum bara að halda áfram og taka einn leik í einu,“ sagði Júlíus að lokum.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Íslands- og bikarmeistarar Víkings sækja Val heim á Hlíðarenda í afar mikilvægum slag í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 22. maí 2022 21:00