
Valur

Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal
Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaviðureign Bónus-deildar kvenna með 79-46 sigri á Val en Haukar unnu einvígið 3-0 og leikinn í kvöld nokkuð sannfærandi að lokum.

Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni
Valskonur byrjuðu úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta af miklum krafti í dag eða með 21 marks sigri á ÍR, 33-12, í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna.

Valur einum sigri frá úrslitum
Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn.

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda.

„Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“
Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós.

„Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liði sínu til síns fyrsta sigurs í Bestu-deild karla í fótbolta á yfirstandandi leiktíð þegar liðið lagði hans fyrrum félag, KA, að velli í þriðju umferð deildarinnar á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals
Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hafði tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu.

„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“
Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér.

„Svona er úrslitakeppnin“
Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1.

„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni.

Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum
Haukar sóttu 80-82 sigur á Hlíðarenda í öðrum leik undanúrslitanna gegn Val. Heimakonur leiddu leikinn nánast allan tímann en köstuðu frá sér sigrinum undir lokin, Jiselle Thomas mistókst svo að jafna á vítalínunni á lokasekúndunum. Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á laugardaginn.

Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl
Afturelding sigraði Val örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn endaði 31-23, Mosfellingum í vil, og náðu þeir þar með að hefna fyrir tapið í fyrsta leik einvígisins.

„Við stóðum af okkur storminn“
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, tók undir með þjálfara sínum Matthíasi Guðmundssyni eftir sigur liðsins á nýliðum FHL í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur
Valur vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á þessari leiktíð þegar liðið vann FHL í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Valur sótti í byrjun og uppskar mörkin snemma en leikurinn jafnaðist þegar á leið.

Valur og KR unnu Scania Cup
Áttundi flokkur stúlkna hjá Val og tíundi flokkur drengja unnu Scania Cup í Svíþjóð um páskana.

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir af hverju félagið seldi Stefán Gísla Stefánsson til Vals.

Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val
Knattspyrnudeild Vals hefur tryggt sér krafta varnarmannsins unga Stefáns Gísla Stefánssonar til næstu fimm ára. Hann kemur til félagsins frá Fylki.

Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni
Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld.

Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda.

Dramatík á Hlíðarenda
Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik.

Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum
Valur og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Fyrstu fimmtán mínúturnar voru mjög fjörugar en eftir það var fátt um færi í leiknum, sem litaðist af ljótum meiðslum Vigdísar Eddu.

Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn.

„Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“
Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.

Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“
Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm.

„Þetta er fyrir utan teig“
Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

„Við bara brotnum“
Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld.

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld.

Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí
Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74.