Stór skref þurfi til að kæla eftispurnina á húsnæðismarkaði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. maí 2022 13:00 Ljóst er að byggja þarf meira til að anna eftirspurn. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð heldur áfram að hækka töluvert en forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir rólegri þróun á næstunni samhliða vaxtahækkunum og frekari uppbyggingu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra mun í dag kynna tillögur að aðgerðum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag þjóðhags- og verðbólguspá sína fyrir árin 2022 til 2024 en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir spá þeirra heldur bjartsýnni þar sem þau spá 5,1 prósent hagvexti í ár og byggir bjartsýnni spá að miklu leiti af komu erlendra ferðamanna til landsins. Verðbólgan heldur þó áfram að hækka og er því spáð að verðbólgan nái hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verði þá 8,4 prósent. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans út spátímann og því þurfi stýrivextir að hækka talsvert til að stemma stigu við þróuninni. „Við teljum líklegt að þeir verði í kringum sex prósent við lok þessa árs, þessar verðhækkanir sem við sjáum sérstaklega á húsnæðismarkaði eru þess eðlis að það þarf að taka nokkuð stór skref til að kæla eftirspurnina á markaði,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íbúðaverð komið að þolmörkum og eftirspurn ætti að róast. Íbúðaverð hefur hækkað mjög mikið undanfarið en samkvæmt nýjustu tölum nam hækkunin 2,7 prósentustigum milli mánaða. „Við svona gerum ráð fyrir að það fari að koma að þolmörkum og við förum að sjá aðeins rólegri þróun á íbúðamarkaði í takt við hærri vexti,“ segir Una. Gert er ráð fyrir 20 prósent hækkun á íbúðaverði í ár, átta prósent á næsta ári og fjögur prósent árið 2024. „Við gerum ráð fyrir því að eftir því sem vextir hækka og nýjar íbúðir koma inn á markaðinn, þá mun þetta ástand róast,“ segir Una. „Við erum að spá því að íbúðafjárfesting aukist um tíu prósent milli ára í ár og átta prósent á næsta ári, þannig það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé mikið magn íbúða í byggingu þannig það mun koma til með að róa aðeins þennan markað.“ „En svo er það líka bara að eftirspurnin róist aðeins og við gerum ráð fyrir því að það gerist þegar vextir hækka því að þessar miklu hækkanir sem við höfum séð núna upp á síðkastið, þær eru að miklu leyti drifnar áfram af verulega aukinni eftirspurn,“ segir Una. Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði í febrúar mun kynna niðurstöður sínar klukkan eitt í dag en hlutverk starfshópsins var að fjalla um leiðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Alls leggur hópurinn fram 28 tillögur í sjö flokkum. Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans birti í dag þjóðhags- og verðbólguspá sína fyrir árin 2022 til 2024 en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir spá þeirra heldur bjartsýnni þar sem þau spá 5,1 prósent hagvexti í ár og byggir bjartsýnni spá að miklu leiti af komu erlendra ferðamanna til landsins. Verðbólgan heldur þó áfram að hækka og er því spáð að verðbólgan nái hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verði þá 8,4 prósent. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans út spátímann og því þurfi stýrivextir að hækka talsvert til að stemma stigu við þróuninni. „Við teljum líklegt að þeir verði í kringum sex prósent við lok þessa árs, þessar verðhækkanir sem við sjáum sérstaklega á húsnæðismarkaði eru þess eðlis að það þarf að taka nokkuð stór skref til að kæla eftirspurnina á markaði,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íbúðaverð komið að þolmörkum og eftirspurn ætti að róast. Íbúðaverð hefur hækkað mjög mikið undanfarið en samkvæmt nýjustu tölum nam hækkunin 2,7 prósentustigum milli mánaða. „Við svona gerum ráð fyrir að það fari að koma að þolmörkum og við förum að sjá aðeins rólegri þróun á íbúðamarkaði í takt við hærri vexti,“ segir Una. Gert er ráð fyrir 20 prósent hækkun á íbúðaverði í ár, átta prósent á næsta ári og fjögur prósent árið 2024. „Við gerum ráð fyrir því að eftir því sem vextir hækka og nýjar íbúðir koma inn á markaðinn, þá mun þetta ástand róast,“ segir Una. „Við erum að spá því að íbúðafjárfesting aukist um tíu prósent milli ára í ár og átta prósent á næsta ári, þannig það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé mikið magn íbúða í byggingu þannig það mun koma til með að róa aðeins þennan markað.“ „En svo er það líka bara að eftirspurnin róist aðeins og við gerum ráð fyrir því að það gerist þegar vextir hækka því að þessar miklu hækkanir sem við höfum séð núna upp á síðkastið, þær eru að miklu leyti drifnar áfram af verulega aukinni eftirspurn,“ segir Una. Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði í febrúar mun kynna niðurstöður sínar klukkan eitt í dag en hlutverk starfshópsins var að fjalla um leiðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Alls leggur hópurinn fram 28 tillögur í sjö flokkum.
Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. 19. maí 2022 10:01
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07