Farsæl börn á höfuðborgarsvæðinu Ásmundur Einar Daðason, Einar Þorsteinsson, Orri Hlöðversson, Valdimar Víðisson, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Halla Karen Kristjánsdóttir skrifa 12. maí 2022 08:31 Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ásmundur Einar Daðason Einar Þorsteinsson Orri Hlöðversson Valdimar Víðisson Brynja Dan Gunnarsdóttir Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár. Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Stórar lagabreytingar samþykktar Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt. Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila. Innleiðing fram undan Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað. Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim. Er ekki bara best að fjárfesta í fólki? Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra Einar Þorsteinsson, Oddviti Framsóknar í Reykjavík Orri Hlöðversson, Oddviti Framsóknar í Kópavogi Valdimar Víðisson, Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði Brynja Dan Gunnarsdóttir, Oddviti Framsóknar í Garðabæ Halla Karen Kristjánsdóttir, Oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun