Grunnskólinn er fyrir alla nemendur Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 29. apríl 2022 11:01 Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Grunnskólar Skóla- og menntamál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun