Af hverju lögreglufræði? Þórveig Unnar Traustadóttir skrifar 24. mars 2022 18:31 Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun