Farsælt samstarf um forvarnir og öryggi Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun