Farsælt samstarf um forvarnir og öryggi Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun