Farsælt samstarf um forvarnir og öryggi Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg voru sameinuð. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18.000 félögum. Sjóvá Almennar tryggingar hefur átt farsælt samstarf við samtökin allt frá stofnun og hefur samstarfið meðal annars snúist um forvarnir, öryggismál og vátryggingar. Mikilvægt er að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem starfa oft við afar krefjandi og erfiðar aðstæður séu eins vel tryggðir og mögulegt er. Fjölbreytt verkefni Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og forvarnaverkefnum. Samstarfið hefur leitt af sér mikilvæg verkefni eins og veðurkortið á safetravel.is þar sem ökumenn geta á einfaldan hátt aflað sér upplýsinga um veður og færð um land allt. Í burðarliðnum er „safe travel app“ á ensku og íslensku sem kynnt verður í sumar. Þar verður hægt að skipuleggja ökuferðina út frá veðri og færð á vegum og fá tilkynningar í símann. Markmiðið er að auka öryggi allra sem ferðast á vegum landsins. Sérhannað ökupróf var framleitt fyrir ferðamenn í samstarfi við Landsbjörgu og Hertz. Allir ferðamenn sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á fræðslumyndband og taka síðan ökuprófið til að tryggja að þeir þekki til aðstæðna á íslenskum vegum. Hálendisvaktin hefur verið rekin af Landsbjörgu yfir sumartímann frá árinu 2006 en björgunarsveitir skiptast þá á að hafa viðveru á fimm stöðum á hálendinu. Þær aðstoða ferðamenn og leiðbeina þeim ásamt því að styðja við leitar- og björgunaraðgerðir þegar þess er þörf. Hóparnir hafa aðstoðað þúsundir ferðamanna síðastliðin ár og er Hálendisvaktin mikilvægur liður í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Einnig hefur verið samstarf um endurhönnun og sölu björgunarsveita á Björgvinsbeltinu. Um er að ræða níðsterkt björgunarbelti og eitt besta og fljótvirkasta öryggistækið til að ná manni úr sjó. Um áramót hefur síðan verið lögð áhersla á notkun öryggisgleraugna og varkárni í meðferð flugelda og um síðustu áramót voru útbúin 80.000 endurskinsmerki sem gefin voru hringinn í kringum landið. Við treystum á björgunarsveitirnar Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveita Landsbjargar undanfarið við eftirlit á gosstöðvum. Í frétt frá 20. apríl síðastliðnum kom fram að björgunarsveitarmenn hefðu þá samtals verið að störfum hátt í 9000 klukkustundir við eftirlit vegna eldgossins í Geldingadölum. Níu þúsund klukkustunda vinna sjálfboðaliða á einum mánuði! Bæst hefur talsvert í þann stundafjölda þegar þetta er ritað. Þegar aurskriðurnar á Seyðisfirði féllu í desember á síðasta ári var mikið verk að vinna og björgunarsveitir og slysavarnadeildin komu þá til aðstoðar. Þegar fólk lendir í vanda á hálendinu eða slys eiga sér stað eru björgunarsveitir og slysavarnadeildir kallaðar til. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og við treystum á björgunarsveitirnar okkar á ögurstundu. Á Íslandi er þéttriðið öryggisnet björgunarsveita um land allt og þær eru tilbúnar að bregðast við þegar óhöpp eiga sér stað og áföll dynja yfir. Samfélagslegt vægi þeirra er því óumdeilt. Hins vegar er ekki víst að allir átti sig á hversu einstakt það er að svona öflugt net þjálfaðra sjálfboðaliða skuli vera til staðar og standa undir mikilli ábyrgð þegar kemur að öryggi og velferð borgara landsins og þeirra sem sækja okkur heim. Sú þekking sem byggð hefur verið upp innan raða Landsbjargar er dýrmæt og í raun einstök. Við erum þakklát fyrir ómetanlegt framlag þeirra og stolt af því að vera aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. En þú getur einnig gerst styrktaraðili með því að gerast Bakvörður og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar með mánaðarlegum framlögum. Þannig leggur þú þitt af mörkum við að bjarga mannslífum með því að gera samtökunum kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan tækjabúnað og stuðla að öflugri þjálfun félagsmanna. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar