Björgunarsveitir

Fréttamynd

„Ís­land er með öruggustu löndum í heimi“

Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. 

Innlent
Fréttamynd

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Innlent
Fréttamynd

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Pat­reks­firði

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum.

Innlent
Fréttamynd

Mikið við­bragð vegna leka í fiski­báti

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri voru kallaðar út í dag í kjölfar þess að skipstjóri fiskibáts hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og lýsti yfir neyðarástandi vegna leka um borð í bátnum. Töluverður sjór var þá kominn í vélarrúm bátsins.

Innlent
Fréttamynd

Senda þjóðinni „skýr skila­boð“ á óróatímum

Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Kona féll í Svöðufoss

Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til um klukkan 13 í dag til að sækja konu sem hafði fallið ofan í Svöðufoss á Snæfelssnesi. Konan hefur verið flutt á Landspítalann í Fossvogi en hún var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu að henni.

Innlent
Fréttamynd

Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni

Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríður fannst heil á húfi

Sigríður Jóhannsdóttir, 56 ára Kópavogsbúi sem leitað hefur verið að frá því um síðustu helgi, fannst heil á húfi skömmu eftir hádegi og var hún færð á slysadeild til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Leit að Sig­ríði heldur á­fram um helgina

Leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem hefur verið saknað í viku, verður fram haldið um helgina. Leitarsvæðið hefur verið stækkað og leitarflokkar munu leggja áherslu á Elliðaárdal og austurhluta borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Leita ekki Sig­ríðar í dag

Ekki verður leitað að Sigríði Jóhannsdóttur í dag en hún sást síðast á föstudag. Víðtæk leit hefur farið fram víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu Sig­ríðar í Elliða­ár­dal

Leitað var að Sigríði Jóhannsdóttur í Elliðaárdal í gær. Ekkert hefur sést til hennar síðan á föstudaginn 13. júní. Viðtæk leit hefur farið fram víða um höfuðborgarsvæðið og hefur lögregla beðið fólk á Kársnesi í Kópavogi, og í næsta nágrenni, að kíkja á myndbandupptökur.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan á flugi yfir Kópa­vogi

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem sást síðast á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis föstudaginn 13. júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað um að þyrlan kæmi að leitinni í dag og eru tveir lögreglumenn um borð í henni ásamt hefðbundinni áhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar í Kópa­vogi með öryggis­mynda­vélar hafi sam­band við lög­reglu

Leitin að Sigríði Jóhannsdóttur, 56, ára, hefur enn engan árangur borið, en síðast er vitað um ferðir Sigríðar á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis föstudaginn 13. júní. Lögreglan biður þau sem eru með öryggis- og eftirlitsmyndavélar á því svæði og næsta nágrenni þess að hafa samband svo hún geti kannað hvort þar kunni að sjást til ferða Sigríðar eftir fyrrnefndan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fresta leit að Sig­ríði

Björgunarsveitið hafa frestað leit að Sigríði Jóhannsdóttur í bili. Leit var fram haldið síðdegis í dag en bar engan árangur.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey

Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Leitin ekki enn borið árangur

Leit björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu að göngumanni í Esjunni hefur enn ekki borið árangur. Leitað var í alla nótt og verður leit fram haldið klukkan hálf níu.

Innlent
Fréttamynd

Leita týnds göngumanns

Björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins hafa verið kallaðar út til að leita týnds göngumanns við Esju. 

Innlent