Innlent

Fjórir fluttir á sjúkra­hús eftir bílveltu á Suður­landi

Agnar Már Másson skrifar
Þyrlan lenti klukkan 17.15 á Landspítalanum.
Þyrlan lenti klukkan 17.15 á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú vegna bílveltu á þjóðveginum skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Fjórir erlendir ferðamenn hafa verið fluttir á sjúkrahús og er einn þeirra alvarlega slasaður.

Þorsteinn M. Kristinsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir við Vísi að allir fjórir sem voru inni í bílnum hafi verið fluttir á sjúkrahús. Slysið hafi orðið skammt vestan við Núpstað.

Farþegar eru misslasaðir að sögn lögreglu. Einn er slasaðri en hinir en sá er líklega ekki í lífshættu að sögn Þorsteins. Engin börn hafi verið með í ferð.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar segir að þyrlan hafi verið kölluð út rétt fyrir klukkan 15.

Hún lenti á Landspítalanum í Reykjavík klukkan 17.15 í dag samkvæmt flugkortagögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×