Innlent

Þyrlan og björgunar­sveit kölluð út vegna leka í fiski­bát

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þyrlan var kölluð út á fimmta tímanum.
Þyrlan var kölluð út á fimmta tímanum. vísir/vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveit Landsbjargar voru kölluð út á fimmta tímanum eftir tilkynningu um leka í fiskibát. Eftir að sjó var dælt úr bátnum var honum fylgt til hafnar.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Mbl greindi fyrst frá.

Fiskibáturinn er vestan við Reykjanes, um tvær sjómílur vestur af Hafnarbergi, og tveir eru um borð.

„Þyrlusveitin var á æfingu í Hvalfirði og gat því brugðist hratt við. Hún var komin að bátnum rétt rúmum tuttugu mínútum eftir að útkallið barst. Dælur um borð í bátnum höfuð í við lekann en ákveðið var að þyrlusveitin færi til Sandgerðis til að ná í fleiri dælur eins og staðan er núna. Sigmaður þyrlusveitarinnar fór niður með dælurnar,“ segir Ásgeir.

Ekki var talin þörf á að hífa mennina tvo úr bátnum. Vel gekk að dæla sjó úr bátnum og var honum síðan fylgt til hafnar af Hannesi Þ. Hafstein, björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur snúið aftur til Reykjavíkur.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×