Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 13:34 Frá Garzweiler-kolanámunni við Jackerath í Þýskalandi. Hætta verður allri fjárfestingu í jarðefnaeldsneyti ætli menn sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. AP/Martin Meissner Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira