Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 09:55 Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AP/Ariana Cubillos Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira