Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2025 07:02 Halldór Þormar segir fleiri fá bætur vegna kynferðisbrota og brota í nánu sambandi en áður, enda hafi þeim brotum einnig fjölgað. Vísir/Vilhelm og aðsend Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar frá árinu 2012 en þeim hefur síðustu ár fjölgað sem sækja um bætur. „Þegar ég byrjaði með þetta verkefni fyrir 20 árum voru umsóknir sem bárust um 200 til 220. Síðustu ár hafa þær yfirleitt verið 400 til 500 talsins,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður bótanefndar, í svari til fréttastofu. Mest greitt út 2022 Nefndin sem sér um að greiða bæturnar heitir bótanefnd vegna þolenda afbrota og starfar undir embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Í samantekt frá nefndinni kemur fram að heildarfjárhæð sem greidd hefur verið út hefur hækkað töluvert síðustu ár. Mest var greitt út árið 2022 þegar greiddar voru út 243 milljónir. Minnst var greitt út árið 2018 þegar ríkið greiddi alls 102 milljónir í bætur til þolenda. Árið 2017 voru greiddar út 117 milljónir, 102 milljónir árið 2018, 153 milljónir árið 2019. Árið 2020 voru svo greiddar út 168 milljónir og svo var það 2021 sem milljónirnar urðu fyrst fleiri en 200 en þá voru greiddar út 201 milljón í bætur. Árið 2022 voru þær svo 243 milljónir, 235 milljónir árið 2023 og svo 239 milljónir í fyrra. Í svari Halldórs kemur einnig fram að aðeins eru greiddar bætur vegna brota sem eru framin hér á landi eða innan íslenskrar lögsögu. Það sé aðeins með fáum undantekningum en í þeim öllum hafi þolendur og gerandi verið íslenskir ríkisborgarar. Þá kemur einnig fram að bætur eru aðeins greiddar vegna brota sem falla undir að vera ofbeldisbrot eða ofbeldiskennd brot, ekki til dæmis vegna auðgunarbrota og eignaspjalla. Brotaþoli þarf ekki að rukka geranda fyrst Brotið þarf samkvæmt lögum að varða við almenn hegningarlög. Bætur eru ekki greiddar nema höfuðstóll bótanna nái að lágmarki 400.000 krónum. Hámarkið eru þrjár milljónir í miskabætur og fimm milljónir í bætur fyrir varanlegt líkamstjón eða örorku að einhverju marki. Brynjar Níelsson, héraðsdómari, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í þessum mánuði að um 90 prósent þeirra sem eigi að greiða bætur fyrir ýmis brot geri það ekki. Brotamenn séu yfirleitt ekki miklir borgunarmenn. Í samantekt kemur fram að í nær öllum tilvikum er farið í endurkröfu á hendur tjónvaldi vegna þess sem er greitt til þolanda. Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi annast það. Brotaþoli þarf ekki að reyna fyrst innheimtu bótanna frá tjónvaldi. Brotaþoli getur snúið sér beint til ríkisins. Bætur eru greiddar eftir atvikum, þótt tjónvaldur sé ókunnur, látinn, farinn af landinu, eða ósakhæfur sakir æsku. Halldór Þormar segir í svari til fréttastofu að byrjað hafi verið að greiða bæturnar árið 1996 og að það sé frekar seint miðað við önnur Norðurlönd. Til dæmis hafi Svíar og Finnar byrjað að greiða slíkar bætur árið 1974, Danir árið 1978 og Norðmenn árið 1981. „Áþekkt kerfi er í um 35 löndum í heiminum eftir því sem ég hef komist næst. Ég var nýlega á ráðstefnu í Riga um þetta efni meðal annars og Eystrasaltsríkin tóku þetta upp þegar þau gengu í ESB,“ segir Halldór í svari til fréttastofu um málið. Hann segir það geta skekkt myndina að einhverju leyti að nokkur ár geti litið frá því að brot sé framið og þar til komið sé að greiðslu. „Mjög oft er um að ræða tvö til þrjú ár, en stundum lengra og allt upp í fimm til sjö ár. Þetta skýrist af löngum rannsóknartíma og dómsmeðferð í mörgum tilvikum. Þess vegna eru bætur sem verða greiddar í ár, oft vegna umsókna sem hafa borist fyrir löngu síðan.“ Halldór Þormar segir ekki hægt að flokka bæturnar eftir bótaflokkum því málaflokkurinn fékk ekki starfakerfi fyrr en árið 2023. Fyrir það var allt handunnið en síðustu tvö ár hefur verið unnið að því hjá embættinu að færa gömul mál inn í tölvukerfi embættisins. Halldór Þormar segir erfitt að áætla um brotaflokkana en hann hafi síðustu ár orðið var við töluverðar breytingar á umsóknum og greiðslum. Líkamsárásir séu stærsti málaflokkurinn og hafi verið það lengi. „Líkamsárásir eru skilgreindar að mestu á fernan hátt, eftir greinum í hegningarlögunum. Þetta eru 217. gr. sem er vægari líkamsárás, 1.mgr. 218. gr. sem er alvarlegri árás þar sem eitthvað brotnar, eins og bein eða tennur. Svo er það 2. mgr. 218. gr. sem er alvarleg líkamsárás þar sem vopnum eða áhöldum hefur verið beitt, eða aðferðin við brotið er sérstaklega meiðandi, hættuleg eða sérlega íþyngjandi fyrir þolandann. Svo er það brot sem varðar við 211. gr. sem er manndráp, eða tilraun til manndráps sem varðar þá við 211. gr. samanber. 20. gr. (ekki fullframið brot). Manndrápum hefur auðvitað fjölgað gríðarlega á síðustu árum,“ segir hann um þennan málaflokk í svari sínu. Hann segir kynferðisbrot annan stærsta málaflokkinn. „Það er mjög vítt svið og nær frá því sem kallað er lostugt athæfi, eins og að sýna sig á almannafæri, kynferðislegrar áreiti og upp í nauðgun og brot gegn börnum. Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega. Þessi brotaflokkur var lengi svona einn fjórði til einn fimmti hluti bóta, en er nú næsta örugglega kominn yfir 1/3 hluta umsókna,“ segir hann. Brot í nánu sambandi þriðji stærsti flokkurinn Þá segir hann líklegt, án þess að geta staðfest, að brot í nánu sambandi sé orðinn þriðji stærsti brotaflokkurinn. „Með lagabreytingum árið 2016 var það sem stundum er kallað heimilisofbeldi fært í sérstaka skilgreiningu sem heitir brot í nánu sambandi, en var áður talið falla undir líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og svo framvegis. Nú er til dæmis farið að ákæra fyrir meiðandi og lítilsvirðandi framkomu og andlegt ofbeldi, samhliða líkamlegu ofbeldi. Oft eru ákærur í mörgum liðum, enda ná brotin mjög oft yfir langt tímabil, þar sem ákært er fyrir vægari brot sem eru þá meiðandi og móðgandi framkoma og svo hin alvarlegri brot sem eru þá líkamlegt ofbeldi,“ segir Halldór Þormar. Krefjast bóta vegna umferðarslysa Hann segir aðra brotaflokka minni og það séu greiddar bætur á nokkuð víðu sviði. „Líklega stærsti flokkurinn af afganginum brot sem varða ólögmæta sviptingu á frelsi, en því fylgir líka oft annað ofbeldi, eins og barsmíðar.“ Þá séu einnig greiddar bætur þegar einhver hefur valdið almannahættu, eins og að veifa vopnum á almannafæri eða valda íkveikju. „Á síðustu árum er farið að krefjast bóta vegna tjóns sem verður af umferðarslysum sem rekja má til refsiverðs gáleysis. Brot gegn valdstjórninni koma stundum upp (lögregla, fangaverðir, slökkvilið og eftir atvikum aðrir í opinberri þjónustu). Rangar sakargiftir geta leitt til greiðslu bóta, en það er ekki stór brotaflokkur og mál vegna þess koma yfirleitt ekki upp nema á nokkurra ára fresti,“ segir hann að lokum. Dómsmál Dómstólar Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Bæturnar hafa ekki verið hækkaðar frá árinu 2012 en þeim hefur síðustu ár fjölgað sem sækja um bætur. „Þegar ég byrjaði með þetta verkefni fyrir 20 árum voru umsóknir sem bárust um 200 til 220. Síðustu ár hafa þær yfirleitt verið 400 til 500 talsins,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður bótanefndar, í svari til fréttastofu. Mest greitt út 2022 Nefndin sem sér um að greiða bæturnar heitir bótanefnd vegna þolenda afbrota og starfar undir embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Í samantekt frá nefndinni kemur fram að heildarfjárhæð sem greidd hefur verið út hefur hækkað töluvert síðustu ár. Mest var greitt út árið 2022 þegar greiddar voru út 243 milljónir. Minnst var greitt út árið 2018 þegar ríkið greiddi alls 102 milljónir í bætur til þolenda. Árið 2017 voru greiddar út 117 milljónir, 102 milljónir árið 2018, 153 milljónir árið 2019. Árið 2020 voru svo greiddar út 168 milljónir og svo var það 2021 sem milljónirnar urðu fyrst fleiri en 200 en þá voru greiddar út 201 milljón í bætur. Árið 2022 voru þær svo 243 milljónir, 235 milljónir árið 2023 og svo 239 milljónir í fyrra. Í svari Halldórs kemur einnig fram að aðeins eru greiddar bætur vegna brota sem eru framin hér á landi eða innan íslenskrar lögsögu. Það sé aðeins með fáum undantekningum en í þeim öllum hafi þolendur og gerandi verið íslenskir ríkisborgarar. Þá kemur einnig fram að bætur eru aðeins greiddar vegna brota sem falla undir að vera ofbeldisbrot eða ofbeldiskennd brot, ekki til dæmis vegna auðgunarbrota og eignaspjalla. Brotaþoli þarf ekki að rukka geranda fyrst Brotið þarf samkvæmt lögum að varða við almenn hegningarlög. Bætur eru ekki greiddar nema höfuðstóll bótanna nái að lágmarki 400.000 krónum. Hámarkið eru þrjár milljónir í miskabætur og fimm milljónir í bætur fyrir varanlegt líkamstjón eða örorku að einhverju marki. Brynjar Níelsson, héraðsdómari, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í þessum mánuði að um 90 prósent þeirra sem eigi að greiða bætur fyrir ýmis brot geri það ekki. Brotamenn séu yfirleitt ekki miklir borgunarmenn. Í samantekt kemur fram að í nær öllum tilvikum er farið í endurkröfu á hendur tjónvaldi vegna þess sem er greitt til þolanda. Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi annast það. Brotaþoli þarf ekki að reyna fyrst innheimtu bótanna frá tjónvaldi. Brotaþoli getur snúið sér beint til ríkisins. Bætur eru greiddar eftir atvikum, þótt tjónvaldur sé ókunnur, látinn, farinn af landinu, eða ósakhæfur sakir æsku. Halldór Þormar segir í svari til fréttastofu að byrjað hafi verið að greiða bæturnar árið 1996 og að það sé frekar seint miðað við önnur Norðurlönd. Til dæmis hafi Svíar og Finnar byrjað að greiða slíkar bætur árið 1974, Danir árið 1978 og Norðmenn árið 1981. „Áþekkt kerfi er í um 35 löndum í heiminum eftir því sem ég hef komist næst. Ég var nýlega á ráðstefnu í Riga um þetta efni meðal annars og Eystrasaltsríkin tóku þetta upp þegar þau gengu í ESB,“ segir Halldór í svari til fréttastofu um málið. Hann segir það geta skekkt myndina að einhverju leyti að nokkur ár geti litið frá því að brot sé framið og þar til komið sé að greiðslu. „Mjög oft er um að ræða tvö til þrjú ár, en stundum lengra og allt upp í fimm til sjö ár. Þetta skýrist af löngum rannsóknartíma og dómsmeðferð í mörgum tilvikum. Þess vegna eru bætur sem verða greiddar í ár, oft vegna umsókna sem hafa borist fyrir löngu síðan.“ Halldór Þormar segir ekki hægt að flokka bæturnar eftir bótaflokkum því málaflokkurinn fékk ekki starfakerfi fyrr en árið 2023. Fyrir það var allt handunnið en síðustu tvö ár hefur verið unnið að því hjá embættinu að færa gömul mál inn í tölvukerfi embættisins. Halldór Þormar segir erfitt að áætla um brotaflokkana en hann hafi síðustu ár orðið var við töluverðar breytingar á umsóknum og greiðslum. Líkamsárásir séu stærsti málaflokkurinn og hafi verið það lengi. „Líkamsárásir eru skilgreindar að mestu á fernan hátt, eftir greinum í hegningarlögunum. Þetta eru 217. gr. sem er vægari líkamsárás, 1.mgr. 218. gr. sem er alvarlegri árás þar sem eitthvað brotnar, eins og bein eða tennur. Svo er það 2. mgr. 218. gr. sem er alvarleg líkamsárás þar sem vopnum eða áhöldum hefur verið beitt, eða aðferðin við brotið er sérstaklega meiðandi, hættuleg eða sérlega íþyngjandi fyrir þolandann. Svo er það brot sem varðar við 211. gr. sem er manndráp, eða tilraun til manndráps sem varðar þá við 211. gr. samanber. 20. gr. (ekki fullframið brot). Manndrápum hefur auðvitað fjölgað gríðarlega á síðustu árum,“ segir hann um þennan málaflokk í svari sínu. Hann segir kynferðisbrot annan stærsta málaflokkinn. „Það er mjög vítt svið og nær frá því sem kallað er lostugt athæfi, eins og að sýna sig á almannafæri, kynferðislegrar áreiti og upp í nauðgun og brot gegn börnum. Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega. Þessi brotaflokkur var lengi svona einn fjórði til einn fimmti hluti bóta, en er nú næsta örugglega kominn yfir 1/3 hluta umsókna,“ segir hann. Brot í nánu sambandi þriðji stærsti flokkurinn Þá segir hann líklegt, án þess að geta staðfest, að brot í nánu sambandi sé orðinn þriðji stærsti brotaflokkurinn. „Með lagabreytingum árið 2016 var það sem stundum er kallað heimilisofbeldi fært í sérstaka skilgreiningu sem heitir brot í nánu sambandi, en var áður talið falla undir líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og svo framvegis. Nú er til dæmis farið að ákæra fyrir meiðandi og lítilsvirðandi framkomu og andlegt ofbeldi, samhliða líkamlegu ofbeldi. Oft eru ákærur í mörgum liðum, enda ná brotin mjög oft yfir langt tímabil, þar sem ákært er fyrir vægari brot sem eru þá meiðandi og móðgandi framkoma og svo hin alvarlegri brot sem eru þá líkamlegt ofbeldi,“ segir Halldór Þormar. Krefjast bóta vegna umferðarslysa Hann segir aðra brotaflokka minni og það séu greiddar bætur á nokkuð víðu sviði. „Líklega stærsti flokkurinn af afganginum brot sem varða ólögmæta sviptingu á frelsi, en því fylgir líka oft annað ofbeldi, eins og barsmíðar.“ Þá séu einnig greiddar bætur þegar einhver hefur valdið almannahættu, eins og að veifa vopnum á almannafæri eða valda íkveikju. „Á síðustu árum er farið að krefjast bóta vegna tjóns sem verður af umferðarslysum sem rekja má til refsiverðs gáleysis. Brot gegn valdstjórninni koma stundum upp (lögregla, fangaverðir, slökkvilið og eftir atvikum aðrir í opinberri þjónustu). Rangar sakargiftir geta leitt til greiðslu bóta, en það er ekki stór brotaflokkur og mál vegna þess koma yfirleitt ekki upp nema á nokkurra ára fresti,“ segir hann að lokum.
Dómsmál Dómstólar Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira