Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 09:59 Vladímír Kramnik, sem var besti skákmaður heims á fyrsta áratug aldarinnar, hefur verið sakaður um að skjóta fyrst og spyrja svo með ásökunum um að nafngreindir menn svindli í netskák. Hann hefur aldrei lagt fram sannanir fyrir áskökunum sínum. Vísir/EPA Alþjóðaskáksambandið (FIDE) rannsakar nú yfirlýsingar rússneska stórmeistarans Vladímírs Kramnik um meint svindl Daniels „Danya“ Naroditsky, bandarísks stórmeistara sem lést í vikunni. Vinir Naroditsky úr skákheiminum gagnrýna harðlega glæfralegar ásakanir Kramnik. Naroditsky var aðeins 29 ára gamall þegar hann lést. Hann þótti undrabarn í skákheiminum og varð stórmeistari aðeins átján ára gamall. Þegar kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína var Naroditsky einn af frumkvöðlum í netskák og vann sér inn hundruð þúsund fylgjenda á samfélagsmiðlum. Samhliða uppgangi netskákar hefur svindl einnig færst í aukana þar sem óheiðarlegir leikmenn nota tölvuforrit til þess að hjálpa sér að finna réttu leikina. Kramnik hafði undanfarið ár fyrir andlát Naroditsky sakað hann um að nota slíkt forrit í netskák, án nokkurra sannana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Naroditsky neitaði sök en viðurkenndi að ásakanir Kramnik hefðu bitnað á geðheilsu hans. „Allt frá Kramnik dótinu finnst mér eins og þegar það byrjar að birta til hjá mér geri fólk ráð fyrir að mér gangi allt það versta til. Vandamálið er bara viðvarandi áhrifin af þessu,“ sagði Naroditsky í síðasta skiptið sem hann streymdi á samfélagsmiðlinum Twitch um síðustu helgi. Ekki hefur verið greint frá banameini Naroditsky enn sem komið er. Telur Kramnik ábyrgan fyrir dauða vinar síns Vinir Naroditsky hafa deilt hart á Kramnik í vikunni. Hikaru Nakamura, næstefsti maður á heimslista í skák, lék fúkyrði fljúga um Rússann á samfélagsmiðlarás sinni. Magnus Carlsen sakaði Kramnik um „hroðalega framkomu“. Þá sakaði Nihal Sarin, indverskur stórmeistari sem var síðasti andstæðingur Naroditsky í netskák, Kramnik um að verða valdur að dauðsfalli með stanslausum ásökunum sem hefðu þjakað vin hans fyrir andlátið. Naroditsky þótti einstaklega góður í að kenna og útskýra skák. Hann átti stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hér sést hann við netskák sem öðlaðist miklar vinsældir í kórónuveirufaraldrinum þegar samkomutakmarkanir voru í gildi.AP/Kelly Centrelli/Charlotte Chess Center FIDE hefur nú ákveðið að rannsaka opinberar yfirlýsingar Kramnik en hann hefur ítrekað sakað nafngreinda skákmenn um svindl undanfarin ár. Emil Sutovskí, framkvæmdastjóri FIDE, sagði hegðun Kramnik óásættanlega. Sutovksí liggur hins vegar sjálfur undir ámæli fyrir opinber ummæli sín eftir andlát Naroditsky. Í samfélagsmiðlafærslu sakaði hann vini bandaríska stórmeistarans um að hafa vanrækt hann. „Hvar voruð þið öll þegar Danya var lifandi og leið illa?“ skrifaði Sutovksí um viðbrögð fólks við andlátinu og hlaut bágt fyrir. Kramnik lét andlát Naroditsky ekki stöðva sig í að halda áfram að bera út órökstudd fullyrðingar. Velti hann vöngum um hvort að „fjárhagslegir hagsmunir“ hefðu átt þátt í dauða Bandaríkjamannsins sem hann sagði harmleik sem lögregla ætti að rannsaka. Hótaði hann jafnframt að lögsækja þá sem kenndu honum um andlátið. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Geðheilbrigði Rússland Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Naroditsky var aðeins 29 ára gamall þegar hann lést. Hann þótti undrabarn í skákheiminum og varð stórmeistari aðeins átján ára gamall. Þegar kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína var Naroditsky einn af frumkvöðlum í netskák og vann sér inn hundruð þúsund fylgjenda á samfélagsmiðlum. Samhliða uppgangi netskákar hefur svindl einnig færst í aukana þar sem óheiðarlegir leikmenn nota tölvuforrit til þess að hjálpa sér að finna réttu leikina. Kramnik hafði undanfarið ár fyrir andlát Naroditsky sakað hann um að nota slíkt forrit í netskák, án nokkurra sannana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Naroditsky neitaði sök en viðurkenndi að ásakanir Kramnik hefðu bitnað á geðheilsu hans. „Allt frá Kramnik dótinu finnst mér eins og þegar það byrjar að birta til hjá mér geri fólk ráð fyrir að mér gangi allt það versta til. Vandamálið er bara viðvarandi áhrifin af þessu,“ sagði Naroditsky í síðasta skiptið sem hann streymdi á samfélagsmiðlinum Twitch um síðustu helgi. Ekki hefur verið greint frá banameini Naroditsky enn sem komið er. Telur Kramnik ábyrgan fyrir dauða vinar síns Vinir Naroditsky hafa deilt hart á Kramnik í vikunni. Hikaru Nakamura, næstefsti maður á heimslista í skák, lék fúkyrði fljúga um Rússann á samfélagsmiðlarás sinni. Magnus Carlsen sakaði Kramnik um „hroðalega framkomu“. Þá sakaði Nihal Sarin, indverskur stórmeistari sem var síðasti andstæðingur Naroditsky í netskák, Kramnik um að verða valdur að dauðsfalli með stanslausum ásökunum sem hefðu þjakað vin hans fyrir andlátið. Naroditsky þótti einstaklega góður í að kenna og útskýra skák. Hann átti stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hér sést hann við netskák sem öðlaðist miklar vinsældir í kórónuveirufaraldrinum þegar samkomutakmarkanir voru í gildi.AP/Kelly Centrelli/Charlotte Chess Center FIDE hefur nú ákveðið að rannsaka opinberar yfirlýsingar Kramnik en hann hefur ítrekað sakað nafngreinda skákmenn um svindl undanfarin ár. Emil Sutovskí, framkvæmdastjóri FIDE, sagði hegðun Kramnik óásættanlega. Sutovksí liggur hins vegar sjálfur undir ámæli fyrir opinber ummæli sín eftir andlát Naroditsky. Í samfélagsmiðlafærslu sakaði hann vini bandaríska stórmeistarans um að hafa vanrækt hann. „Hvar voruð þið öll þegar Danya var lifandi og leið illa?“ skrifaði Sutovksí um viðbrögð fólks við andlátinu og hlaut bágt fyrir. Kramnik lét andlát Naroditsky ekki stöðva sig í að halda áfram að bera út órökstudd fullyrðingar. Velti hann vöngum um hvort að „fjárhagslegir hagsmunir“ hefðu átt þátt í dauða Bandaríkjamannsins sem hann sagði harmleik sem lögregla ætti að rannsaka. Hótaði hann jafnframt að lögsækja þá sem kenndu honum um andlátið.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Geðheilbrigði Rússland Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira