Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 09:59 Vladímír Kramnik, sem var besti skákmaður heims á fyrsta áratug aldarinnar, hefur verið sakaður um að skjóta fyrst og spyrja svo með ásökunum um að nafngreindir menn svindli í netskák. Hann hefur aldrei lagt fram sannanir fyrir áskökunum sínum. Vísir/EPA Alþjóðaskáksambandið (FIDE) rannsakar nú yfirlýsingar rússneska stórmeistarans Vladímírs Kramnik um meint svindl Daniels „Danya“ Naroditsky, bandarísks stórmeistara sem lést í vikunni. Vinir Naroditsky úr skákheiminum gagnrýna harðlega glæfralegar ásakanir Kramnik. Naroditsky var aðeins 29 ára gamall þegar hann lést. Hann þótti undrabarn í skákheiminum og varð stórmeistari aðeins átján ára gamall. Þegar kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína var Naroditsky einn af frumkvöðlum í netskák og vann sér inn hundruð þúsund fylgjenda á samfélagsmiðlum. Samhliða uppgangi netskákar hefur svindl einnig færst í aukana þar sem óheiðarlegir leikmenn nota tölvuforrit til þess að hjálpa sér að finna réttu leikina. Kramnik hafði undanfarið ár fyrir andlát Naroditsky sakað hann um að nota slíkt forrit í netskák, án nokkurra sannana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Naroditsky neitaði sök en viðurkenndi að ásakanir Kramnik hefðu bitnað á geðheilsu hans. „Allt frá Kramnik dótinu finnst mér eins og þegar það byrjar að birta til hjá mér geri fólk ráð fyrir að mér gangi allt það versta til. Vandamálið er bara viðvarandi áhrifin af þessu,“ sagði Naroditsky í síðasta skiptið sem hann streymdi á samfélagsmiðlinum Twitch um síðustu helgi. Ekki hefur verið greint frá banameini Naroditsky enn sem komið er. Telur Kramnik ábyrgan fyrir dauða vinar síns Vinir Naroditsky hafa deilt hart á Kramnik í vikunni. Hikaru Nakamura, næstefsti maður á heimslista í skák, lék fúkyrði fljúga um Rússann á samfélagsmiðlarás sinni. Magnus Carlsen sakaði Kramnik um „hroðalega framkomu“. Þá sakaði Nihal Sarin, indverskur stórmeistari sem var síðasti andstæðingur Naroditsky í netskák, Kramnik um að verða valdur að dauðsfalli með stanslausum ásökunum sem hefðu þjakað vin hans fyrir andlátið. Naroditsky þótti einstaklega góður í að kenna og útskýra skák. Hann átti stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hér sést hann við netskák sem öðlaðist miklar vinsældir í kórónuveirufaraldrinum þegar samkomutakmarkanir voru í gildi.AP/Kelly Centrelli/Charlotte Chess Center FIDE hefur nú ákveðið að rannsaka opinberar yfirlýsingar Kramnik en hann hefur ítrekað sakað nafngreinda skákmenn um svindl undanfarin ár. Emil Sutovskí, framkvæmdastjóri FIDE, sagði hegðun Kramnik óásættanlega. Sutovksí liggur hins vegar sjálfur undir ámæli fyrir opinber ummæli sín eftir andlát Naroditsky. Í samfélagsmiðlafærslu sakaði hann vini bandaríska stórmeistarans um að hafa vanrækt hann. „Hvar voruð þið öll þegar Danya var lifandi og leið illa?“ skrifaði Sutovksí um viðbrögð fólks við andlátinu og hlaut bágt fyrir. Kramnik lét andlát Naroditsky ekki stöðva sig í að halda áfram að bera út órökstudd fullyrðingar. Velti hann vöngum um hvort að „fjárhagslegir hagsmunir“ hefðu átt þátt í dauða Bandaríkjamannsins sem hann sagði harmleik sem lögregla ætti að rannsaka. Hótaði hann jafnframt að lögsækja þá sem kenndu honum um andlátið. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Geðheilbrigði Rússland Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Naroditsky var aðeins 29 ára gamall þegar hann lést. Hann þótti undrabarn í skákheiminum og varð stórmeistari aðeins átján ára gamall. Þegar kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína var Naroditsky einn af frumkvöðlum í netskák og vann sér inn hundruð þúsund fylgjenda á samfélagsmiðlum. Samhliða uppgangi netskákar hefur svindl einnig færst í aukana þar sem óheiðarlegir leikmenn nota tölvuforrit til þess að hjálpa sér að finna réttu leikina. Kramnik hafði undanfarið ár fyrir andlát Naroditsky sakað hann um að nota slíkt forrit í netskák, án nokkurra sannana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Naroditsky neitaði sök en viðurkenndi að ásakanir Kramnik hefðu bitnað á geðheilsu hans. „Allt frá Kramnik dótinu finnst mér eins og þegar það byrjar að birta til hjá mér geri fólk ráð fyrir að mér gangi allt það versta til. Vandamálið er bara viðvarandi áhrifin af þessu,“ sagði Naroditsky í síðasta skiptið sem hann streymdi á samfélagsmiðlinum Twitch um síðustu helgi. Ekki hefur verið greint frá banameini Naroditsky enn sem komið er. Telur Kramnik ábyrgan fyrir dauða vinar síns Vinir Naroditsky hafa deilt hart á Kramnik í vikunni. Hikaru Nakamura, næstefsti maður á heimslista í skák, lék fúkyrði fljúga um Rússann á samfélagsmiðlarás sinni. Magnus Carlsen sakaði Kramnik um „hroðalega framkomu“. Þá sakaði Nihal Sarin, indverskur stórmeistari sem var síðasti andstæðingur Naroditsky í netskák, Kramnik um að verða valdur að dauðsfalli með stanslausum ásökunum sem hefðu þjakað vin hans fyrir andlátið. Naroditsky þótti einstaklega góður í að kenna og útskýra skák. Hann átti stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hér sést hann við netskák sem öðlaðist miklar vinsældir í kórónuveirufaraldrinum þegar samkomutakmarkanir voru í gildi.AP/Kelly Centrelli/Charlotte Chess Center FIDE hefur nú ákveðið að rannsaka opinberar yfirlýsingar Kramnik en hann hefur ítrekað sakað nafngreinda skákmenn um svindl undanfarin ár. Emil Sutovskí, framkvæmdastjóri FIDE, sagði hegðun Kramnik óásættanlega. Sutovksí liggur hins vegar sjálfur undir ámæli fyrir opinber ummæli sín eftir andlát Naroditsky. Í samfélagsmiðlafærslu sakaði hann vini bandaríska stórmeistarans um að hafa vanrækt hann. „Hvar voruð þið öll þegar Danya var lifandi og leið illa?“ skrifaði Sutovksí um viðbrögð fólks við andlátinu og hlaut bágt fyrir. Kramnik lét andlát Naroditsky ekki stöðva sig í að halda áfram að bera út órökstudd fullyrðingar. Velti hann vöngum um hvort að „fjárhagslegir hagsmunir“ hefðu átt þátt í dauða Bandaríkjamannsins sem hann sagði harmleik sem lögregla ætti að rannsaka. Hótaði hann jafnframt að lögsækja þá sem kenndu honum um andlátið.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Geðheilbrigði Rússland Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent