Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 14:35 Sanna Magdalena Mörtudóttir og Sigrún Unnsteinsdóttir. Miklar deilur urðu á félagsfundi Sósíalistaflokksins í dag eftir að fundargestir vildu að haldinn yrði auka aðalfundur. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir fundarstjóra hafa ekki fylgt eigin lýðræðisreglum og einnig stöðvað kosningu um fundarstjóra og ritara. Framkvæmdastjórn flokksins segir að fundurinn hafi verið afboðaður strax í upphafi vegna truflana og frammíkalla fólks. Í tilkynningu frá stjórninni til félaga segir að margir hafi mætt á fundinn „til að hleypa honum upp með óskum um að fara út fyrir valdsvið fundarins.“ Þá segir í tilkynningunni að þeim í stjórnum Sósíalistaflokksins þyki leitt að félagar sem mættu á fundinn í góðri trú hafi ekki fengið að taka þátt. „Nýjar stjórnir hafa lagt ríka áherslu á fundarsköp og virðingu. Þegar það er vanvirt getur fundur því miður ekki átt sér stað með auglýstri dagskrá og samþykktum fundarsköpum,“ segir í tilkynningunni. Deilur innan flokksins Deilur innan flokksins hafa verið bersýnilegar frá því síðasti aðalfundur var haldinn í maí og jafnvel fyrr en þá hlaut Gunnar Smári Egilsson ekki kjör í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Sjá einnig: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Svo virðist sem margir af GSE-væng flokksins hafi mætt á félagsfundinn í dag til að krefjast auka aðalfundar Sósíalistaflokksins, svo kjósa megi aftur um stjórnir. Fyrr í dag barst fréttastofu símtal um uppþot á félagsfundi Sósíalista og mátti heyra köll og háværa umræðu í bakgrunni símtalsins. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Vísir/Anton Skýr vilji um nýjan fund Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sem sat fundinn segir að fyrst hafi fundargestir lagt til að kosinn yrði nýr fundarstjóri á félagsfundinum en ekki hafi verið brugðist vel við því, þó meirihluti þeirra sem sótti fundinn hafi viljað nýjan fundastjóra. Í samtali við fréttastofu segir Sanna að vilji félagsmanna hafi verið skýr á fundinum. Lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka aðalfund. Markmiðið sé að sameina Sósíalista og ræða stöðu flokksins í aðdraganda kosninga. „Félagsfundir eru til að ná fram vilja félagsmanna,“ segir Sanna. Hún segir talsmenn stjórnar flokksins þó ekki hafa viljað hlusta. Hún segir tillöguna hafa verið samþykkta en stjórnendur fundarins litið svo á að tillagan hafi ekki verið eftir reglum. Sjá einnig: Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sanna segir einnig að slökkt hafi verið á fjarfundarbúnaði fundarins svo margir sem hafi ekki getað komist á fundinn en sótt hann gegnum netið hafi ekki getað tekið þátt í fundinum. „Félagsfundir eru til að ná fram vilja félagsmanna. samkvæmt Sönnu. Hún segir sérstakt að ekki hafi veri hlustað á vilja félagsmanna sem mættu á fundinn. Það hafi verið mjög skýr vilji þeirra að halda eigi auka aðalfund. Ekki þannig fundur og sleginn af snemma Sigrún Unnsteinsdóttir, varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir félagsfundi fyrst og fremst ætlaða sem upplýsingafundi. Þá um það hvað mismunandi stjórnir flokksins eru að gera en þær koma saman fyrir fundinn og skipuleggja dagskrá hans og fundarsköp. „Síðan kemur bara hópur fólks sem var með frammíköll og hróp og köll og hleyptu fundinum upp,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. „Þetta er í raun og veru ekki þannig fundur þar sem teknar eru ákvarðanir. Þegar það er gert, er það svo tilkynnt með hálfs mánaðar fyrirvara.“ Sigrún Unnsteinsdóttir, varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sigr segir engan grunn í lögum flokksins fyrir samþykkt tillaga sem fundargestir hafi reynt að leggja fram. Þá hafi fundurinn þar að auki verið sleginn af mjög snemma, vegna ítrekaðra frammíkalla. „Það var ekki hægt að hefja fundinn út af gargi og látum,“ segir Sigrún. Hún segir fólkið hafa komið á fundinn í þeim tilgangi að hleypa honum í bál og brand. Mögulega hefði verið hægt að ræða tillögur fólksins undir liðnum önnur mál. Þá segir hún nýjar stjórnir flokksins búnar að vinna gott starf og starfsemi Sósíalistaflokksins sé mjög virk. Reynt sé að gera hlutina faglega og með sátt, þó fólk sé ekki alltaf sammála. „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi.“ Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Framkvæmdastjórn flokksins segir að fundurinn hafi verið afboðaður strax í upphafi vegna truflana og frammíkalla fólks. Í tilkynningu frá stjórninni til félaga segir að margir hafi mætt á fundinn „til að hleypa honum upp með óskum um að fara út fyrir valdsvið fundarins.“ Þá segir í tilkynningunni að þeim í stjórnum Sósíalistaflokksins þyki leitt að félagar sem mættu á fundinn í góðri trú hafi ekki fengið að taka þátt. „Nýjar stjórnir hafa lagt ríka áherslu á fundarsköp og virðingu. Þegar það er vanvirt getur fundur því miður ekki átt sér stað með auglýstri dagskrá og samþykktum fundarsköpum,“ segir í tilkynningunni. Deilur innan flokksins Deilur innan flokksins hafa verið bersýnilegar frá því síðasti aðalfundur var haldinn í maí og jafnvel fyrr en þá hlaut Gunnar Smári Egilsson ekki kjör í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Sjá einnig: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Svo virðist sem margir af GSE-væng flokksins hafi mætt á félagsfundinn í dag til að krefjast auka aðalfundar Sósíalistaflokksins, svo kjósa megi aftur um stjórnir. Fyrr í dag barst fréttastofu símtal um uppþot á félagsfundi Sósíalista og mátti heyra köll og háværa umræðu í bakgrunni símtalsins. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Vísir/Anton Skýr vilji um nýjan fund Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sem sat fundinn segir að fyrst hafi fundargestir lagt til að kosinn yrði nýr fundarstjóri á félagsfundinum en ekki hafi verið brugðist vel við því, þó meirihluti þeirra sem sótti fundinn hafi viljað nýjan fundastjóra. Í samtali við fréttastofu segir Sanna að vilji félagsmanna hafi verið skýr á fundinum. Lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka aðalfund. Markmiðið sé að sameina Sósíalista og ræða stöðu flokksins í aðdraganda kosninga. „Félagsfundir eru til að ná fram vilja félagsmanna,“ segir Sanna. Hún segir talsmenn stjórnar flokksins þó ekki hafa viljað hlusta. Hún segir tillöguna hafa verið samþykkta en stjórnendur fundarins litið svo á að tillagan hafi ekki verið eftir reglum. Sjá einnig: Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sanna segir einnig að slökkt hafi verið á fjarfundarbúnaði fundarins svo margir sem hafi ekki getað komist á fundinn en sótt hann gegnum netið hafi ekki getað tekið þátt í fundinum. „Félagsfundir eru til að ná fram vilja félagsmanna. samkvæmt Sönnu. Hún segir sérstakt að ekki hafi veri hlustað á vilja félagsmanna sem mættu á fundinn. Það hafi verið mjög skýr vilji þeirra að halda eigi auka aðalfund. Ekki þannig fundur og sleginn af snemma Sigrún Unnsteinsdóttir, varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir félagsfundi fyrst og fremst ætlaða sem upplýsingafundi. Þá um það hvað mismunandi stjórnir flokksins eru að gera en þær koma saman fyrir fundinn og skipuleggja dagskrá hans og fundarsköp. „Síðan kemur bara hópur fólks sem var með frammíköll og hróp og köll og hleyptu fundinum upp,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. „Þetta er í raun og veru ekki þannig fundur þar sem teknar eru ákvarðanir. Þegar það er gert, er það svo tilkynnt með hálfs mánaðar fyrirvara.“ Sigrún Unnsteinsdóttir, varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sigr segir engan grunn í lögum flokksins fyrir samþykkt tillaga sem fundargestir hafi reynt að leggja fram. Þá hafi fundurinn þar að auki verið sleginn af mjög snemma, vegna ítrekaðra frammíkalla. „Það var ekki hægt að hefja fundinn út af gargi og látum,“ segir Sigrún. Hún segir fólkið hafa komið á fundinn í þeim tilgangi að hleypa honum í bál og brand. Mögulega hefði verið hægt að ræða tillögur fólksins undir liðnum önnur mál. Þá segir hún nýjar stjórnir flokksins búnar að vinna gott starf og starfsemi Sósíalistaflokksins sé mjög virk. Reynt sé að gera hlutina faglega og með sátt, þó fólk sé ekki alltaf sammála. „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi.“
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent