Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

ESB sagt í­huga að út­vatna lofts­lags­mark­mið sín

Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar.

Erlent
Fréttamynd

Kæra skóg­rækt við Húsa­vík vegna rasks á varp­lendi fugla

Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

CRI freistar þess að sækja um sjö milljarða til að styðja við frekari vöxt

Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, vinnur núna að því að afla sér samtals allt að fimmtíu milljónir Bandaríkjadala frá fjárfestum til að styrkja fjárhagsstöðuna og leggja grunn að frekari vexti félagsins. Vegna  markaðsaðstæðna eru áfram seinkanir á metanólverkefnum sem hafa verið í þróun en tekjur CRI drógust nokkuð saman á liðnu ári og rekstrartapið jókst því að sama skapi.

Innherji
Fréttamynd

Hætta við Coda Terminal í Hafnar­firði

Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andes­fjöllum

Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum.

Erlent
Fréttamynd

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni

Ákvörðun umhverfisráðherra um 600 milljóna króna niðurskurð til umhverfis- og náttúruverndar hefur vakið furðu á meðal okkar umhverfisverndarsinna. Ráðherrann segir niðurskurðinn engin áhrif hafa á lögbundin verkefni eða aðgerðir sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í. En er það örugglega svo?

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbærni og mikil­vægi há­skóla

Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk.

Skoðun
Fréttamynd

„Nei, hættu nú al­veg Jóhann Páll!“

Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans.

Innlent
Fréttamynd

Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar

Árleg rýrnun jökla á jörðinni utan stóru ísbreiðanna var mun hraðari síðustu tíu árin en hún var á fyrsta áratug þessarar aldar samkvæmt umfangsmikilli rannsókn. Íslenskir jöklar rýrnar örar en flestir aðrir þrátt fyrir að rýrnunin sé hægari nú en í byrjun aldar.

Innlent