Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka

Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Já­kvæður tónn í Norðurþingi um sam­starf við Car­b­fix

Sveitarstjórnarfólk í Norðurþingi sem kvaddi sér hljóðs um nýja viljayfirlýsingu með Carbfix sem var samþykkt í gær lýstu jákvæðni í garð verkefnisins. Carbfix hætti við kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði þar sem bæjarfulltrúar og hluti íbúa var mótfallinn henni.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjulítill snjór á há­lendinu auki rýrnun jökla í sumar

Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­gefa Sví­þjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Erlent
Fréttamynd

Til­færsla styrkja til tekju­lægri gæti seinkað raf­bíla­væðingu

Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­styrkir til raf­bíla­kaupa enduðu í vasa þeirra tekju­hæstu

Stærstur hluti ríkisstyrkja og ívilnana til rafbílakaupa hefur farið til tekjuhæsta hóps samfélagsins undanfarin ár. Dreifingin breyttist ekki eftir að beinir styrkir voru teknir upp í stað ívilnana í fyrra. Unnið er að endurskoðun á styrkjunum til þess að gera orkuskipti í samgöngum réttlátari.

Innlent
Fréttamynd

„Bara ein­falt að leyfa fólki að leita að olíu“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Loka síðasta kola­orku­veri Finn­lands

Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna.

Erlent
Fréttamynd

Sjö mýtur um lofts­lags­breytingar

Undanfarna áratugi hefur afneitun loftslagsbreytinga farið minnkandi eftir því sem áhrif þeirra verða sýnilegri. Samt sem áður er tilhneiging til afneitunar enn til staðar og virðist jafnvel aukast í ákveðnum bergmálshellum.

Skoðun
Fréttamynd

ESB sagt í­huga að út­vatna lofts­lags­mark­mið sín

Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar.

Erlent
Fréttamynd

Kæra skóg­rækt við Húsa­vík vegna rasks á varp­lendi fugla

Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Innlent