Erlent

Bandaríkja­menn ræsa út stærsta flug­móður­skip heims

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
USS Gerald Ford úti fyrir ströndum Frakklands í ágúst.
USS Gerald Ford úti fyrir ströndum Frakklands í ágúst. Getty

Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi.

Sean Parnell, aðstoðarmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Pete Hegseth, greinir frá í tilkynningu á samfélagsmiðlum að skipið hafi tekið stefnu að Karíbahafinu.

Ákvörðunin sé liður í stríði Trumps Bandaríkjaforseta við alþjóðleg glæpasamtök og baráttunni við fíkniefnasmygl, en bandaríska ríkisstjórnin talar um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjana sem hryðjuverkasamtök.

Í gær flugu Bandaríkjamenn að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela, og var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert.

Bandaríkjamenn hafa að undanförnu verið að gera loftárásir á báta með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs, og er ákvörðunin um að færa flugmóðurskipið talin gefa til kynna að til standi að bæta þar í.


Tengdar fréttir

Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara

Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×