Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. október 2025 07:28 Forsætisráðherra Kanada, Mark Carney hefur undanfarið átt í viðræðum við Trump um breytingar á tollastefnu Bandaríkjanna en nú er snurða hlaupin á þráðinn. Photo by Evan Vucci - Pool / Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera hættur öllum viðræðum við Kanadamenn um tolla og viðskipti á milli landanna. Ástæðan er auglýsing sem sýnd hefur verið í Kanada þar sem tollahækkanir Trumps eru harðlega gagnrýndar. Auglýsingin var gerð af stjórnvöldum í Ontario fylki og þar er meðal annars vitnað í orð fyrirrennara Trumps, Ronalds Reagan, þar sem hann segir að tollar komi sér illa fyrir alla Bandaríkjamenn. Trump var fljótur til að tjá sig á samfélagsmiðli sínum eftir að hann sá auglýsinguna. Hann sagði að hún væri fölsuð og hneykslanleg og forsetinn bætti svo við í hástöfum að öllum frekari viðræðum á milli landanna væri nú hér með lokið. Trump setti á sínum tíma 35 prósenta toll á margar kanadískar vörur og enn hærri á hluti eins og stál og bílainnflutning. Ontario fylki hefur farið sérstaklega illa út úr þessum tollum og hafa stjórnvöld fundað undanfarið um lausn á málum. Ronald Reagan sjóðurinn, sem sér um að halda á lofti arfleifð Reagans hefur einnig brugðist við auglýsingunni og sagt að orð hans séu þar tekin úr samhengi, án þess að það sé útskýrt nánar en ávarp forsetans, sem hann flutti í útvarp árið 1985 má sjá hér að neðan. Sjóðurinn segist nú vera að skoða lagalega stöðu sína í málinu. Donald Trump Kanada Ronald Reagan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Auglýsingin var gerð af stjórnvöldum í Ontario fylki og þar er meðal annars vitnað í orð fyrirrennara Trumps, Ronalds Reagan, þar sem hann segir að tollar komi sér illa fyrir alla Bandaríkjamenn. Trump var fljótur til að tjá sig á samfélagsmiðli sínum eftir að hann sá auglýsinguna. Hann sagði að hún væri fölsuð og hneykslanleg og forsetinn bætti svo við í hástöfum að öllum frekari viðræðum á milli landanna væri nú hér með lokið. Trump setti á sínum tíma 35 prósenta toll á margar kanadískar vörur og enn hærri á hluti eins og stál og bílainnflutning. Ontario fylki hefur farið sérstaklega illa út úr þessum tollum og hafa stjórnvöld fundað undanfarið um lausn á málum. Ronald Reagan sjóðurinn, sem sér um að halda á lofti arfleifð Reagans hefur einnig brugðist við auglýsingunni og sagt að orð hans séu þar tekin úr samhengi, án þess að það sé útskýrt nánar en ávarp forsetans, sem hann flutti í útvarp árið 1985 má sjá hér að neðan. Sjóðurinn segist nú vera að skoða lagalega stöðu sína í málinu.
Donald Trump Kanada Ronald Reagan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira