Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 19:45 Guðlaugur Ingi Guðlaugsson er eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar. Vísir/Lýður Valberg Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“ Húsnæðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“
Húsnæðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira