Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2020 14:35 Stefán Sveinbjörnsson er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna. Vísir/Egill Sjaldan hefur fjárfestingarkostur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og í nýlegu hlutafjárúboði Icelandair. Fagmennskan var í fyrirrúmi og jafnræðis sjóðsfélaga gætt. Þetta segir Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar LIVE, í tilkynningu til fjölmiðla. LIVE var stærsti hluthafi í Icelandair fyrir hlutafjárútboðið í síðustu viku. Athygli vakti að stjórn sjóðsins kaus að taka ekki þátt í útboðinu. Ákvörðunin féll á jöfnum atkvæðum átta stjórnarmanna. Helmingur stjórnarmanna er fulltrúi launafólks sem sögðu nei á meðan fulltrúar atvinnurekenda sögðu já. Guðrún Hafsteinsdóttir er varaformaður sjóðsins, forstjóri Kjörís og talaði fyrir því að LIVE tæki þátt í útboðinu. Keypti fyrir 2,5 milljarða króna sem hefði svarað til um 11 prósenta hlutar í flugfélaginu. Harmaði niðurstöðuna „Við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu,“ sagði Guðrún við fréttastofu að loknu útboði. Guðrún Hafsteinsdóttir er varaformaður stjórnar LIVE.Vísir/Vilhelm Guðrún sagðist í Fréttablaðinu fyrir helgi hafa átt von á því að stjórn LIVE myndi standa saman að því að verja störf félagsmanna og þá hagsmuni sem væru undir fyrir íslenskt efnahagslíf að tryggja rekstur Icelandair. „Þarna er um að ræða lífsviðurværi þúsunda starfsmanna og starfsfólk Icelandair er einn stærsti greiðandi félagsgjalda til VR og þar með til lífeyrissjóðsins. Það kom mér því á óvart að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda í sjóðnum sem töluðu fyrir mikilvægi þess að verja störf félagsmanna en ekki fulltrúar launþegahreyfingarinnar,“ segir Guðrún. Ég hef setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna síðustu fjögur ár og rúmlega það. Fyrir mig hefur það verið að mestu...Posted by Guðrún Hafsteinsdóttir on Sunday, September 20, 2020 Svívirðileg árás Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svaraði Guðrúnu í pistli sem birtist á Vísi í dag. „Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika.“ Sömu fulltrúa og fjármálaeftirlitið hefur metið hæfa til að gegna störfum sínum eftir bestu sannfæringu og þeim reglum og lögum sem gilda um hæfi stjórnarmanna. Sjaldan jafn ítarleg skoðun Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar LIVE, segir að strax í vor þegar ljóst var að Icelandair ætlaði í hlutafjárútboð þyrfti sjóðurinn að taka afstöðu til þess hvort hann tæki þátt eða ekki. „Ljóst var að um óvenjulegt útboð væri að ræða þar sem hlutafjáraukningunni var ætlað að mæta taprekstri komandi mánaða. Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól m.a. í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins,“ segir Stefán. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á fundi vegna hlutafjárútboðs Icelandair á dögunum. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð.Vísir/Vilhelm Til viðbótar þessu hafi lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn, Deloitte fjármálaráðgjöf, stillt upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni. „Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair.“ Jafnræðis sjóðsfélaga gætt Stjórnin hafi hist á fjórum fundum þar sem fjárfestingin var skoðuð og rædd ítarlega. „Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu.“ Stefán bendir á að fleiri lífeyrissjóðir hafi verið á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, að taka ekki þátt. „Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er fagmennskan í fyrirrúmi og teknar eru ákvarðanir þar sem gætt er jafnræðis sjóðsfélaga. Í þessu máli sem öðrum réð fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga því hvort sjóðurinn bætti við þá hlutafjáreign sem fyrir var í þessu tiltekna félagi.“ Á borði Fjármálaeftirlitsins Við þetta má bæta að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Tilkynning formanns stjórnar LIVE í heild Ákvörðun tekin eftir ítarlega greiningu Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair, eins og fram hefur komið. Vegna umfjöllunar um hlutafjárútboðið í fjölmiðlum vil ég koma á framfæri eftirfarandi. Á vormánuðum kom fram að Icelandair ætlaði að fara í hlutafjárútboð. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur verið einn stærsti hluthafi í Icelandair undanfarin ár og var strax ljóst að sjóðurinn þyrfti að taka afstöðu til þess hvort hann ætlaði að taka þátt í útboðinu eða ekki. Ljóst var að um óvenjulegt útboð væri að ræða þar sem hlutafjáraukningunni var ætlað að mæta taprekstri komandi mánaða. Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól m.a. í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins. Til viðbótar þessu stillti lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni. Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hélt fjóra stjórnarfundi þar sem þessi fjárfesting var skoðuð og rædd ítarlega. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu. Eins og fram hefur komið voru fleiri lífeyrissjóðir á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna að taka ekki þátt. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er fagmennskan í fyrirrúmi og teknar eru ákvarðanir þar sem gætt er jafnræðis sjóðsfélaga. Í þessu máli sem öðrum réð fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga því hvort sjóðurinn bætti við þá hlutafjáreign sem fyrir var í þessu tiltekna félagi. Stefán Sveinbjörnsson Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Lífeyrissjóðir Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sjaldan hefur fjárfestingarkostur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og í nýlegu hlutafjárúboði Icelandair. Fagmennskan var í fyrirrúmi og jafnræðis sjóðsfélaga gætt. Þetta segir Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar LIVE, í tilkynningu til fjölmiðla. LIVE var stærsti hluthafi í Icelandair fyrir hlutafjárútboðið í síðustu viku. Athygli vakti að stjórn sjóðsins kaus að taka ekki þátt í útboðinu. Ákvörðunin féll á jöfnum atkvæðum átta stjórnarmanna. Helmingur stjórnarmanna er fulltrúi launafólks sem sögðu nei á meðan fulltrúar atvinnurekenda sögðu já. Guðrún Hafsteinsdóttir er varaformaður sjóðsins, forstjóri Kjörís og talaði fyrir því að LIVE tæki þátt í útboðinu. Keypti fyrir 2,5 milljarða króna sem hefði svarað til um 11 prósenta hlutar í flugfélaginu. Harmaði niðurstöðuna „Við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu,“ sagði Guðrún við fréttastofu að loknu útboði. Guðrún Hafsteinsdóttir er varaformaður stjórnar LIVE.Vísir/Vilhelm Guðrún sagðist í Fréttablaðinu fyrir helgi hafa átt von á því að stjórn LIVE myndi standa saman að því að verja störf félagsmanna og þá hagsmuni sem væru undir fyrir íslenskt efnahagslíf að tryggja rekstur Icelandair. „Þarna er um að ræða lífsviðurværi þúsunda starfsmanna og starfsfólk Icelandair er einn stærsti greiðandi félagsgjalda til VR og þar með til lífeyrissjóðsins. Það kom mér því á óvart að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda í sjóðnum sem töluðu fyrir mikilvægi þess að verja störf félagsmanna en ekki fulltrúar launþegahreyfingarinnar,“ segir Guðrún. Ég hef setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna síðustu fjögur ár og rúmlega það. Fyrir mig hefur það verið að mestu...Posted by Guðrún Hafsteinsdóttir on Sunday, September 20, 2020 Svívirðileg árás Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svaraði Guðrúnu í pistli sem birtist á Vísi í dag. „Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika.“ Sömu fulltrúa og fjármálaeftirlitið hefur metið hæfa til að gegna störfum sínum eftir bestu sannfæringu og þeim reglum og lögum sem gilda um hæfi stjórnarmanna. Sjaldan jafn ítarleg skoðun Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar LIVE, segir að strax í vor þegar ljóst var að Icelandair ætlaði í hlutafjárútboð þyrfti sjóðurinn að taka afstöðu til þess hvort hann tæki þátt eða ekki. „Ljóst var að um óvenjulegt útboð væri að ræða þar sem hlutafjáraukningunni var ætlað að mæta taprekstri komandi mánaða. Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól m.a. í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins,“ segir Stefán. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á fundi vegna hlutafjárútboðs Icelandair á dögunum. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð.Vísir/Vilhelm Til viðbótar þessu hafi lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn, Deloitte fjármálaráðgjöf, stillt upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni. „Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair.“ Jafnræðis sjóðsfélaga gætt Stjórnin hafi hist á fjórum fundum þar sem fjárfestingin var skoðuð og rædd ítarlega. „Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu.“ Stefán bendir á að fleiri lífeyrissjóðir hafi verið á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, að taka ekki þátt. „Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er fagmennskan í fyrirrúmi og teknar eru ákvarðanir þar sem gætt er jafnræðis sjóðsfélaga. Í þessu máli sem öðrum réð fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga því hvort sjóðurinn bætti við þá hlutafjáreign sem fyrir var í þessu tiltekna félagi.“ Á borði Fjármálaeftirlitsins Við þetta má bæta að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Tilkynning formanns stjórnar LIVE í heild Ákvörðun tekin eftir ítarlega greiningu Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair, eins og fram hefur komið. Vegna umfjöllunar um hlutafjárútboðið í fjölmiðlum vil ég koma á framfæri eftirfarandi. Á vormánuðum kom fram að Icelandair ætlaði að fara í hlutafjárútboð. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur verið einn stærsti hluthafi í Icelandair undanfarin ár og var strax ljóst að sjóðurinn þyrfti að taka afstöðu til þess hvort hann ætlaði að taka þátt í útboðinu eða ekki. Ljóst var að um óvenjulegt útboð væri að ræða þar sem hlutafjáraukningunni var ætlað að mæta taprekstri komandi mánaða. Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól m.a. í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins. Til viðbótar þessu stillti lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni. Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hélt fjóra stjórnarfundi þar sem þessi fjárfesting var skoðuð og rædd ítarlega. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu. Eins og fram hefur komið voru fleiri lífeyrissjóðir á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna að taka ekki þátt. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er fagmennskan í fyrirrúmi og teknar eru ákvarðanir þar sem gætt er jafnræðis sjóðsfélaga. Í þessu máli sem öðrum réð fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga því hvort sjóðurinn bætti við þá hlutafjáreign sem fyrir var í þessu tiltekna félagi. Stefán Sveinbjörnsson Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ákvörðun tekin eftir ítarlega greiningu Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair, eins og fram hefur komið. Vegna umfjöllunar um hlutafjárútboðið í fjölmiðlum vil ég koma á framfæri eftirfarandi. Á vormánuðum kom fram að Icelandair ætlaði að fara í hlutafjárútboð. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur verið einn stærsti hluthafi í Icelandair undanfarin ár og var strax ljóst að sjóðurinn þyrfti að taka afstöðu til þess hvort hann ætlaði að taka þátt í útboðinu eða ekki. Ljóst var að um óvenjulegt útboð væri að ræða þar sem hlutafjáraukningunni var ætlað að mæta taprekstri komandi mánaða. Lífeyrissjóður verzlunarmanna fór í mjög ítarlega greiningu á þessum fjárfestingakosti. Sú greining fól m.a. í sér að fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn, haldnir voru fundir með stjórnendum Icelandair, sendar voru skriflegar spurningar til félagsins, farið var í rýnivinnu með sérfræðingum (e. airline specialists) hjá Bloomberg, rýnt var í greiningarefni úr fluggeiranum, rýnt var í ársreikninga erlendra flugfélaga og fenginn var erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti, félagslegaþætti og stjórnhætti félagsins. Til viðbótar þessu stillti lífeyrissjóðurinn í samstarfi við ráðgjafa sinn upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni. Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hélt fjóra stjórnarfundi þar sem þessi fjárfesting var skoðuð og rædd ítarlega. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu. Eins og fram hefur komið voru fleiri lífeyrissjóðir á sömu skoðun og Lífeyrissjóður verzlunarmanna að taka ekki þátt. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er fagmennskan í fyrirrúmi og teknar eru ákvarðanir þar sem gætt er jafnræðis sjóðsfélaga. Í þessu máli sem öðrum réð fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga því hvort sjóðurinn bætti við þá hlutafjáreign sem fyrir var í þessu tiltekna félagi. Stefán Sveinbjörnsson Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Lífeyrissjóðir Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35